Er kannski komið að því að skoða eitthvað annað en genin? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:33 Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Færeyjar Alþingi Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun