Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 13:22 Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Getty Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi. Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi.
Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira