Fáheyrð umræða komin á yfirborðið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 16:03 Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun