Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 20:01 Sextíu og þrír kjörnir fulltrúar eiga sæti á Alþingi. Þegar þing kemur saman í næstu viku bíða þingmanna nýir stólar sem leysa af stóla sem komu í þingsalinn árið 1987. Stöð 2/Sigurjón Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann. Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira
Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann.
Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira