Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Auðlegðarskattur, eins og sá sem lagður var á í nokkur ár eftir efnahagshrunið árið 2008, hefði skilað ríkissjóði rétt tæplega 37 milljörðum króna í kassann í fyrra. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um tekjur af auðlegðarskatti. Fyrirspurnin hljóðaði svo: Hve miklum tekjum má ætla að auðlegðarskattur hefði skilað fyrir tekjuárin 2021–2022 og myndi skila fyrir tekjuárið 2023 ef hann hefði verið lagður á með sama hætti og var vegna eignastöðu tekjuárið 2013 og ef viðmið auðlegðarskattstofns hefðu fylgt verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sýni þróun og ætlaða þróun skattstofns annars vegar og skatttekna hins vegar á verðlagi yfirstandandi árs. Jafnframt er óskað eftir því að skattstofn tekjuársins 2013 og skatttekjur gjaldársins 2014 verði sundurliðaðar með sama hætti á verðlagi yfirstandandi árs. Skattur án tillits til tekna Í svari Sigurðar Inga er saga auðlegðarskatts rekin. Þar segir að auðlegðarskattur hafi verið lögfestur í lok árs 2009 sem tímabundinn eignarskattur, álagður án tillits til arðs eða tekna, til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Auðlegðarskattur hafi verið lagður á nettóeign framteljanda, það er allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskatturinn hafi runnið sitt skeið og síðast verið lagður á við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2014 miðað við hreina eign einstaklinga í lok tekjuársins 2013, í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjuskatt. Þegar auðlegðarskattur var síðast lagður hafi eftirfarandi reglur gilt: Af auðlegðarskattstofni einstaklings að 75 millj. kr. og samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna að 100 millj. kr. var ekki greiddur skattur. Af auðlegðarskattstofni yfir 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingi og af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna yfir 100 millj. kr. að 200 millj. kr voru greidd 1,5% af nettóeign. Af því sem umfram var 150 millj. kr. hjá einstaklingi og 200 millj. kr. af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna voru greidd 2% af nettóeign. Gögn um viðbótarskattinn ekki til Að auki hafi viðbótarauðlegðarskattur verið lagður á en hann hafi verið lagður á skattstofn sem var mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu félags samkvæmt skattframtali þess á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 hafi viðbótarauðlegðarskattur verið 1,5% af skattstofni á bilinu 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingum og á bilinu 100 millj. kr. að 200 millj. kr. hjá hjónum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum. Við vinnslu fyrirspurnarinnar hafi ráðuneytið sent gagnabeiðni til Skattsins og svarið byggist á þeim gögnum. Upplýsingarnar byggist á reiknuðum stofni og skatti miðað við núverandi stöðu í kerfum Skattsins. Í gögnunum séu allir framteljendur á álagningarskrá og handreiknaðir meðtaldir. Vert sé að hafa í huga að langt er um liðið frá því að auðlegðarskattur var lagður á og upplýsingaöflun hafi Skattsins verið breytt í samræmi við breytingar á álögðum sköttum á hverjum tíma. Skatturinn búi þar af leiðandi ekki yfir öllum þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar útreikningi áður. Upplýsingar til útreiknings viðbótarauðlegðarskatts liggi ekki fyrir þau ár sem hann var ekki í gildi. Svarið byggist á áætluðum forsendum og endurreiknuðum skatti fyrir umbeðin ár, eftir bestu vitund miðað við þær upplýsingar sem Skatturinn býr yfir. Tæpir hundrað milljarðar á þremur árum Í töflunni hér að neðan má sjá reiknaðan auðlegðarskattstofn, auðlegðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt á verðlagi þessa árs í milljónum króna, miðað við ef viðmið auðlegðarskatts hefðu þróast með vísitölu neysluverðs. Þar má meðal annars sjá að auðlegðarskattur hefði skilað 99,6 milljörðum króna í ríkiskassann árin 2021 til 2023. Eftirfarandi tafla sýnir hver viðmiðunarmörk auðlegðarskatts væru á verðlagi í júlí 2024 í milljónum króna. Skattar og tollar Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um tekjur af auðlegðarskatti. Fyrirspurnin hljóðaði svo: Hve miklum tekjum má ætla að auðlegðarskattur hefði skilað fyrir tekjuárin 2021–2022 og myndi skila fyrir tekjuárið 2023 ef hann hefði verið lagður á með sama hætti og var vegna eignastöðu tekjuárið 2013 og ef viðmið auðlegðarskattstofns hefðu fylgt verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sýni þróun og ætlaða þróun skattstofns annars vegar og skatttekna hins vegar á verðlagi yfirstandandi árs. Jafnframt er óskað eftir því að skattstofn tekjuársins 2013 og skatttekjur gjaldársins 2014 verði sundurliðaðar með sama hætti á verðlagi yfirstandandi árs. Skattur án tillits til tekna Í svari Sigurðar Inga er saga auðlegðarskatts rekin. Þar segir að auðlegðarskattur hafi verið lögfestur í lok árs 2009 sem tímabundinn eignarskattur, álagður án tillits til arðs eða tekna, til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Auðlegðarskattur hafi verið lagður á nettóeign framteljanda, það er allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskatturinn hafi runnið sitt skeið og síðast verið lagður á við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2014 miðað við hreina eign einstaklinga í lok tekjuársins 2013, í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjuskatt. Þegar auðlegðarskattur var síðast lagður hafi eftirfarandi reglur gilt: Af auðlegðarskattstofni einstaklings að 75 millj. kr. og samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna að 100 millj. kr. var ekki greiddur skattur. Af auðlegðarskattstofni yfir 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingi og af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna yfir 100 millj. kr. að 200 millj. kr voru greidd 1,5% af nettóeign. Af því sem umfram var 150 millj. kr. hjá einstaklingi og 200 millj. kr. af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna voru greidd 2% af nettóeign. Gögn um viðbótarskattinn ekki til Að auki hafi viðbótarauðlegðarskattur verið lagður á en hann hafi verið lagður á skattstofn sem var mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu félags samkvæmt skattframtali þess á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 hafi viðbótarauðlegðarskattur verið 1,5% af skattstofni á bilinu 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingum og á bilinu 100 millj. kr. að 200 millj. kr. hjá hjónum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum. Við vinnslu fyrirspurnarinnar hafi ráðuneytið sent gagnabeiðni til Skattsins og svarið byggist á þeim gögnum. Upplýsingarnar byggist á reiknuðum stofni og skatti miðað við núverandi stöðu í kerfum Skattsins. Í gögnunum séu allir framteljendur á álagningarskrá og handreiknaðir meðtaldir. Vert sé að hafa í huga að langt er um liðið frá því að auðlegðarskattur var lagður á og upplýsingaöflun hafi Skattsins verið breytt í samræmi við breytingar á álögðum sköttum á hverjum tíma. Skatturinn búi þar af leiðandi ekki yfir öllum þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar útreikningi áður. Upplýsingar til útreiknings viðbótarauðlegðarskatts liggi ekki fyrir þau ár sem hann var ekki í gildi. Svarið byggist á áætluðum forsendum og endurreiknuðum skatti fyrir umbeðin ár, eftir bestu vitund miðað við þær upplýsingar sem Skatturinn býr yfir. Tæpir hundrað milljarðar á þremur árum Í töflunni hér að neðan má sjá reiknaðan auðlegðarskattstofn, auðlegðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt á verðlagi þessa árs í milljónum króna, miðað við ef viðmið auðlegðarskatts hefðu þróast með vísitölu neysluverðs. Þar má meðal annars sjá að auðlegðarskattur hefði skilað 99,6 milljörðum króna í ríkiskassann árin 2021 til 2023. Eftirfarandi tafla sýnir hver viðmiðunarmörk auðlegðarskatts væru á verðlagi í júlí 2024 í milljónum króna.
Skattar og tollar Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira