Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar 21. desember 2025 07:31 Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Það hefur verið heiður lífs míns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Ég er þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári. Samstíga ríkisstjórn Við gerum okkar besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut. Á milli okkar Þorgerðar og Ingu ríkir sérstakt traust og vinátta. Og það er full málefnaleg samstaða á milli stjórnarflokka um stefnuyfirlýsinguna skorinortu sem við skrifuðum undir í Hafnarfirði fyrir ári. Þetta skiptir máli og er góðs viti fyrir framhaldið. Markverður árangur hefur þegar náðst við að framfylgja stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er vegna þess að við höfum tekið stórar ákvarðanir – stundum erfiðar ákvarðanir – og við höfum staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra. Gleðjumst þegar gengur vel Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar hafa vextir lækkað og verðbólga minnkað. Frá því að fyrri ríkisstjórn fór frá höfum við séð 5 vaxtalækkanir og minnstu verðbólgu frá árinu 2020. Með hressilegri tiltekt höfum við helmingað hallann í fjárlögum og lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Allt á einu ári. Lægri vextir skila hátt í 60 þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðalán. Með áframhaldandi stefnufestu munu vextir lækka enn frekar og þá mun atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Á sama tíma pössum við upp á velferðina – byggjum hjúkrunarheimili, lögum vegi, göngum til verka í orkumálum, fjölgum íbúðum, tökum á útlendingamálum og hristum upp í kerfinu til að ríkið virki. Þá höfum við gert skurk í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina alla – með umbótum félags- og húsnæðismálaráðherra á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofi svo dæmi séu nefnd. En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu. Þetta eru nokkur dæmi um góðan árangur á liðnu ári en fleira mætti nefna. Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Því er þó ekki að neita að skakkaföll hafa orðið í atvinnulífi á undanförnum misserum – til dæmis vegna bilunar í álveri, gjaldþrots í flugrekstri og samdráttar í veiðiheimildum. Þá höfum við þurft að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum. Það höfum við gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði í okkar heimshluta en einnig í samskiptum við bandalagsríki okkar í Evrópusambandinu og í Atlantshafsbandalaginu, svo sem með einarðri baráttu gegn tollum og öðrum viðskiptahindrunum. Þar hefur reynsla og framganga utanríkisráðherra vegið þungt í þágu Íslands. Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins. En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt. Áfram samstíga á nýju ári Þetta er gangur lífsins. Skemmst er að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn fékk í fangið og leysti vel á marga lund – þegar heimsfaraldur gekk yfir og jarðhræringar hófust í Grindavík. Stundum siglum við mótvind en þá er brýnt að hrekjast ekki af leið. Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara. Þannig byggjum við Ísland. Ég hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á nýju ári. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Það hefur verið heiður lífs míns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Ég er þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári. Samstíga ríkisstjórn Við gerum okkar besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut. Á milli okkar Þorgerðar og Ingu ríkir sérstakt traust og vinátta. Og það er full málefnaleg samstaða á milli stjórnarflokka um stefnuyfirlýsinguna skorinortu sem við skrifuðum undir í Hafnarfirði fyrir ári. Þetta skiptir máli og er góðs viti fyrir framhaldið. Markverður árangur hefur þegar náðst við að framfylgja stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er vegna þess að við höfum tekið stórar ákvarðanir – stundum erfiðar ákvarðanir – og við höfum staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra. Gleðjumst þegar gengur vel Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar hafa vextir lækkað og verðbólga minnkað. Frá því að fyrri ríkisstjórn fór frá höfum við séð 5 vaxtalækkanir og minnstu verðbólgu frá árinu 2020. Með hressilegri tiltekt höfum við helmingað hallann í fjárlögum og lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Allt á einu ári. Lægri vextir skila hátt í 60 þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðalán. Með áframhaldandi stefnufestu munu vextir lækka enn frekar og þá mun atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Á sama tíma pössum við upp á velferðina – byggjum hjúkrunarheimili, lögum vegi, göngum til verka í orkumálum, fjölgum íbúðum, tökum á útlendingamálum og hristum upp í kerfinu til að ríkið virki. Þá höfum við gert skurk í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina alla – með umbótum félags- og húsnæðismálaráðherra á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofi svo dæmi séu nefnd. En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu. Þetta eru nokkur dæmi um góðan árangur á liðnu ári en fleira mætti nefna. Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Því er þó ekki að neita að skakkaföll hafa orðið í atvinnulífi á undanförnum misserum – til dæmis vegna bilunar í álveri, gjaldþrots í flugrekstri og samdráttar í veiðiheimildum. Þá höfum við þurft að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum. Það höfum við gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði í okkar heimshluta en einnig í samskiptum við bandalagsríki okkar í Evrópusambandinu og í Atlantshafsbandalaginu, svo sem með einarðri baráttu gegn tollum og öðrum viðskiptahindrunum. Þar hefur reynsla og framganga utanríkisráðherra vegið þungt í þágu Íslands. Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins. En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt. Áfram samstíga á nýju ári Þetta er gangur lífsins. Skemmst er að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn fékk í fangið og leysti vel á marga lund – þegar heimsfaraldur gekk yfir og jarðhræringar hófust í Grindavík. Stundum siglum við mótvind en þá er brýnt að hrekjast ekki af leið. Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara. Þannig byggjum við Ísland. Ég hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á nýju ári. Höfundur er forsætisráðherra.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun