Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 8. desember 2025 07:30 Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar