Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 6. desember 2025 09:00 Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega. Nýjustu spár Seðlabankans gera ráð fyrir aðeins 0,9% hagvexti árið 2025 og bankinn telur jafnvel líklegt að árið 2026 verði erfiðara. Fjárlög 2026 byggja því á veikum grunni. Mikilvægt er að undirstrika að enginn gerir ráð fyrir hruni eða alvarlegu atvinnuleysi á næsta ári. Stoðir samfélagsins eru sterkar og fjölskyldur þurfa ekki að hafa áhyggjur. En fjárlagagerð á tímum óvissu krefst varfærni, skýrleika og aga. Ef fjárlög taka ekki mið af kólnandi efnahag og styðja ekki við stöðugleika, getur niðursveiflan orðið dýpri en ella. Það má ekki gerast. Markmiðið er stöðugleiki fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki Lykilmarkmið okkar allra er að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur, auk fyrirtækja, geti búið við stöðugleika í öruggu samfélagslegu umhverfi. Að allir hafi vinnu við hæfi, að verðbólga sé hófleg og vextir fasteignalána séu viðráðanlegir. Umfram allt þurfa fyrirtækin í landinu að búa við samkeppnishæf skilyrði. Skilaboð Framsóknar felast nú í að minna á þörfina fyrir aukna varúð og læra af reynslunni við framkvæmd fjárlaga undanfarna áratugi. Við erum þekkt í ríkjum OECD fyrir að fara nánast ávallt út fyrir markmið fjárlaga. Við erum ekki nógu öguð þegar kemur að fjármálum ríkisins. Þetta er ein ástæða þess að verðbólga er hærri en hún þyrfti að vera. Veikleikar í útflutningsgreinum Stoðir útflutnings hafa veikst hratt. Álframleiðsla hefur dregist saman, fiskeldi stendur frammi fyrir áskorunum, óvissa ríkir í umhverfi ferðaþjónustu og ESB hefur sett tolla á útflutning kísilmálms. Á sama tíma munu auknar álögur á sjávarútveg draga úr fjárfestingu og breytt skattkerfi með hærri vörugjöldum þrengja svigrúm heimila og fyrirtækja. Í slíku umhverfi þarf að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hér má nefna tillögur Framsóknar um fjárfestingaátak atvinnuvega með hvötum til lausna sem miða að aukinni skilvirkni og orkusparnaði, markaðsátak til að styðja ferðaþjónustu og íslenska framleiðslu á erlendri grundu, að efla nýsköpun með nýjum nýsköpunarsjóði og stóreflingu íslenskunnar. Samfélagið þarf á aukinni hreyfingu að halda. Of bjartsýnar forsendur Seðlabankinn hefur staðfest að niðursveiflan sé komin „með meiri þunga og fyrr" en áður var talið. Í slíku ástandi er óábyrgt að byggja fjárlög á bestu mögulegu sviðsmynd. Skýrasta dæmið er áform um 8,5 milljarða tekjuaukningu vegna breytinga á vörugjöldum bifreiða. Allt bendir til þess að fólk og fyrirtæki muni flýta kaupum og rýra þannig tekjugrunn næsta árs. Á sama tíma er almennur varasjóður færður niður í 1% sem er lagalegt lágmark. Ekki er því búist við neinu einasta áfalli á næsta ári. Er það líklegt? Almennur varasjóður á að vera borð fyrir báru og tryggja að áætlanir fjárlaga 2026 haldi. Ósjálfbær þróun ríkisfjármála Heildargjöld ríkisins á árinu 2026 verða um 1.626 milljarðar, vaxtagjöld nálgast 150 milljarða sem eru tæplega 10% heildarútgjalda ríkisins. Þetta er fullkomlega ósjálfbær þróun. Halli næsta árs er áætlaður yfir 27 milljarðar króna. Slíkur halli er ekki verulegt áhyggjuefni eitt og sér, en ef ríkisstjórnin hyggst ná hallalausum fjárlögum árið 2027, sem er jákvætt markmið, þá þarf allt að ganga upp á næsta ári. Viðvörun fjármálaráðs Fjármálaráð benti sl. vor á að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 krefjist „mikils aga" og að forsendur um hagvöxt, verðbólgu og ytri áföll verði að ganga upp sem sé ólíklegt í ljósi reynslunnar. Niðurstaða fjármálaráðs er að „því mætti hafa meira borð fyrir báru svo að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 teljist trúverðugt." Við þurfum að taka þessum varnaðarorðum alvarlega. Óskýr markmið um árangur Annað sem vekur áhyggjur er að markmið fjárlaga um árangur og starfsemi heilbrigðisstofnana, menntakerfisins og atvinnuveganna eru afar óskýr. Lög um opinber fjármál gera kröfu um skýr markmið um starfsemi málefnasviða s.s. heilbrigðismála. Grundvallarspurningin er: Vitum við hvert við stefnum? Án skýrrar stefnu er ekki hægt að forgangsraða, meta hvort útgjöld séu réttlát eða tryggja markvissa framkvæmd fjárlaga. Leiðin fram á við Margt er jákvætt í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Áherslur Framsóknar varða það að benda á hættumerki og nauðsyn aukinnar varúðar. Þörf er á endurmati forsendna byggðu á raunverulegri stöðu hagkerfisins, stærri almennum varasjóði, markvissri mótvægisaðgerðum, skýrum og mælanlegum markmiðum um rekstur ríkisins og varkárari fjármálastjórn sem stuðlar að stöðugleika. Í janúar 2026 hefst vinna við nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2027–2031. Þar verður tækifæri til að leggja traustan grunn að hallalausum fjárlögum og ábyrgu ríkisfjármálakerfi. Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega. Nýjustu spár Seðlabankans gera ráð fyrir aðeins 0,9% hagvexti árið 2025 og bankinn telur jafnvel líklegt að árið 2026 verði erfiðara. Fjárlög 2026 byggja því á veikum grunni. Mikilvægt er að undirstrika að enginn gerir ráð fyrir hruni eða alvarlegu atvinnuleysi á næsta ári. Stoðir samfélagsins eru sterkar og fjölskyldur þurfa ekki að hafa áhyggjur. En fjárlagagerð á tímum óvissu krefst varfærni, skýrleika og aga. Ef fjárlög taka ekki mið af kólnandi efnahag og styðja ekki við stöðugleika, getur niðursveiflan orðið dýpri en ella. Það má ekki gerast. Markmiðið er stöðugleiki fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki Lykilmarkmið okkar allra er að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur, auk fyrirtækja, geti búið við stöðugleika í öruggu samfélagslegu umhverfi. Að allir hafi vinnu við hæfi, að verðbólga sé hófleg og vextir fasteignalána séu viðráðanlegir. Umfram allt þurfa fyrirtækin í landinu að búa við samkeppnishæf skilyrði. Skilaboð Framsóknar felast nú í að minna á þörfina fyrir aukna varúð og læra af reynslunni við framkvæmd fjárlaga undanfarna áratugi. Við erum þekkt í ríkjum OECD fyrir að fara nánast ávallt út fyrir markmið fjárlaga. Við erum ekki nógu öguð þegar kemur að fjármálum ríkisins. Þetta er ein ástæða þess að verðbólga er hærri en hún þyrfti að vera. Veikleikar í útflutningsgreinum Stoðir útflutnings hafa veikst hratt. Álframleiðsla hefur dregist saman, fiskeldi stendur frammi fyrir áskorunum, óvissa ríkir í umhverfi ferðaþjónustu og ESB hefur sett tolla á útflutning kísilmálms. Á sama tíma munu auknar álögur á sjávarútveg draga úr fjárfestingu og breytt skattkerfi með hærri vörugjöldum þrengja svigrúm heimila og fyrirtækja. Í slíku umhverfi þarf að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hér má nefna tillögur Framsóknar um fjárfestingaátak atvinnuvega með hvötum til lausna sem miða að aukinni skilvirkni og orkusparnaði, markaðsátak til að styðja ferðaþjónustu og íslenska framleiðslu á erlendri grundu, að efla nýsköpun með nýjum nýsköpunarsjóði og stóreflingu íslenskunnar. Samfélagið þarf á aukinni hreyfingu að halda. Of bjartsýnar forsendur Seðlabankinn hefur staðfest að niðursveiflan sé komin „með meiri þunga og fyrr" en áður var talið. Í slíku ástandi er óábyrgt að byggja fjárlög á bestu mögulegu sviðsmynd. Skýrasta dæmið er áform um 8,5 milljarða tekjuaukningu vegna breytinga á vörugjöldum bifreiða. Allt bendir til þess að fólk og fyrirtæki muni flýta kaupum og rýra þannig tekjugrunn næsta árs. Á sama tíma er almennur varasjóður færður niður í 1% sem er lagalegt lágmark. Ekki er því búist við neinu einasta áfalli á næsta ári. Er það líklegt? Almennur varasjóður á að vera borð fyrir báru og tryggja að áætlanir fjárlaga 2026 haldi. Ósjálfbær þróun ríkisfjármála Heildargjöld ríkisins á árinu 2026 verða um 1.626 milljarðar, vaxtagjöld nálgast 150 milljarða sem eru tæplega 10% heildarútgjalda ríkisins. Þetta er fullkomlega ósjálfbær þróun. Halli næsta árs er áætlaður yfir 27 milljarðar króna. Slíkur halli er ekki verulegt áhyggjuefni eitt og sér, en ef ríkisstjórnin hyggst ná hallalausum fjárlögum árið 2027, sem er jákvætt markmið, þá þarf allt að ganga upp á næsta ári. Viðvörun fjármálaráðs Fjármálaráð benti sl. vor á að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 krefjist „mikils aga" og að forsendur um hagvöxt, verðbólgu og ytri áföll verði að ganga upp sem sé ólíklegt í ljósi reynslunnar. Niðurstaða fjármálaráðs er að „því mætti hafa meira borð fyrir báru svo að markmið um hallalaus fjárlög árið 2027 teljist trúverðugt." Við þurfum að taka þessum varnaðarorðum alvarlega. Óskýr markmið um árangur Annað sem vekur áhyggjur er að markmið fjárlaga um árangur og starfsemi heilbrigðisstofnana, menntakerfisins og atvinnuveganna eru afar óskýr. Lög um opinber fjármál gera kröfu um skýr markmið um starfsemi málefnasviða s.s. heilbrigðismála. Grundvallarspurningin er: Vitum við hvert við stefnum? Án skýrrar stefnu er ekki hægt að forgangsraða, meta hvort útgjöld séu réttlát eða tryggja markvissa framkvæmd fjárlaga. Leiðin fram á við Margt er jákvætt í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Áherslur Framsóknar varða það að benda á hættumerki og nauðsyn aukinnar varúðar. Þörf er á endurmati forsendna byggðu á raunverulegri stöðu hagkerfisins, stærri almennum varasjóði, markvissri mótvægisaðgerðum, skýrum og mælanlegum markmiðum um rekstur ríkisins og varkárari fjármálastjórn sem stuðlar að stöðugleika. Í janúar 2026 hefst vinna við nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2027–2031. Þar verður tækifæri til að leggja traustan grunn að hallalausum fjárlögum og ábyrgu ríkisfjármálakerfi. Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Framsóknar í fjárlaganefnd.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun