Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:33 Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar