Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 11:01 Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt mikilvægasta verkefni samfélagsins að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms – líka þeim sem hingað flytja og eiga enn eftir að læra tungumálið okkar. Fjölgun barna af erlendum uppruna hefur verið hröð á undanförnum árum; í dag hafa nær 8000 grunnskólanemar erlendan bakgrunn og stór hluti þeirra talar ekki stakt orð í íslensku þegar þau hefja nám. Þessi börn hafa mikinn vilja til að læra, en það er okkar ábyrgð að skapa aðstæður sem gera þeim það raunverulega mögulegt. Reynsla kennara og skólastjórnenda sýnir að núverandi fyrirkomulag nægir ekki til að mæta þörfum þessa hóps. Kennarar í almennum bekkjum reyna af einlægni að styðja börn sem tala ekki tungumálið, en í fjölmennum bekkjum er einfaldlega ekki hægt að veita þeim þann undirbúning og þann stuðning sem þau þurfa til að fóta sig í nýju samfélagi. Þarna þarf kerfið að bregðast við – með móttökuskólum og móttökudeildum sem byggja á fagmennsku, sérhæfðri kennslu og virðingu fyrir þörfum hvers barns. Móttökuskólar eru ekki einangrandi heldur inngildandi. Þeir eru fyrsta skref barna að því að verða hluti af íslensku samfélagi. Þar getur barnið lært íslensku á eigin hraða, fengið stuðning við félagsfærni, og ekki síst verið metið af kennurum og sérfræðingum sem greina námsstöðu, málþroska og mögulega erfiðleika. Þegar slíkt mat liggur fyrir getur bekkjarkennari í heimaskólanum tekið við barninu með meiri skilningi og réttum verkfærum. Þannig þjónustum við ekki aðeins barnið sem er nýflutt til landsins – heldur allt skólakerfið. Þetta er ekki spurning um „töfralausn“, heldur um réttláta og raunhæfa leið til inngildingar. Með því að byggja upp móttökuskóla eða -deildir með samræmdu námsmati, markvissri tungumálakennslu og greiningu á stöðu barna, sköpum við grunn að farsælli menntavegferð. Börnin fá tíma til að aðlagast, vinna úr reynslu og byggja sjálfstraust áður en þau ganga inn í almennan bekk. Samhliða fá kennarar betri yfirsýn, aukið svigrúm og færi á að sinna öllum nemendum sínum af meiri festu og umhyggju. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir að þetta virkar. Í Noregi og Danmörku hefur verið byggt upp móttökukerfi þar sem markmiðið er að flýta tungumálanámi og styrkja félagslega aðlögun. Þessi nálgun byggir á þeirri einföldu hugsun að best sé að mæta barni þar sem það er – ekki þar sem við viljum að það sé. Við eigum að leggja grunn að því hér á landi líka. Móttökuskólar og móttökudeildir eru fjárfesting í framtíð barnanna sem hingað koma – og í framtíð íslensks samfélags. Því þegar börnin fá að hefja nám á forsendum sínum, með stuðningi og skilningi, þá eflum við líka bekkjarsamfélagið allt, kennarana og menntakerfið í heild sinni. Af þessum sökum hef ég nú lagt fram að nýju þingsályktun um að fela mennta- og barnamálaráðherra að setja á fót móttökuskóla. 12/157 þáltill.: þekkingarsetur til undirbúningsnáms fyrir börn af erlendum uppruna | Þingtíðindi | Alþingi Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar