Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar 24. október 2025 09:01 Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun