Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2025 08:01 Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu. Verðstýringin er kölluð hvatning en er í raun og veru fjárhagsleg refsing fyrir fullvinnandi foreldra og fjárhagsleg umbun fyrir fólk með styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland. Hræðileg umræða um foreldra Í stuttu máli ganga hin nýju leikskólamódel út á að takast á við áskoranir í rekstri leikskóla með því að varpa byrðunum á herðar foreldra ungra barna. Til að réttlæta þá stefnu eru týnd til ýmis rök um hvað sé börnum fyrir bestu og látið að því liggja að foreldrar séu í raun síðustu einstaklingarnir sem hafi vit á velferð og líðan barna sinna. Þeir taki ítrekað ákvarðanir sem tefli velferð barnanna í tvísýnu og hiki ekki við að taka eigin hagsmuni fram yfir hag barnanna. Best fari á því að börn séu sem mest heima (hjá mæðrum sínum). Þessi umræða er hryllilega ljót og skaðleg og getur haft neikvæð áhrif um langan tíma. Hún býr til vanlíðan og skömm í hjörtum fjölda fólks sem alla daga gerir sitt besta til að láta dæmið ganga upp. Fjölskylduvænt samfélag? Foreldrar ungra barna í dag búa í samfélagi þar sem full þörf er á tveimur fyrirvinnum á heimili. Þeir búa í samfélagi þar sem hlutastörf eru af skornum skammti og geta reynst ávísun á stöðnun á starfsferlinum, auk þess að auka á afkomuvanda á efri árum vegna lífeyrisgreiðslna. Foreldrar ungra barna í dag búa við mun meiri húsnæðiskostnað en fyrri kynslóðir og kaupmáttur ungs fólks hefur staðið í stað í áratugi, á meðan hagur eldri kynslóða hefur vænkast. En foreldrar ungra barna í dag búa líka, eða bjuggu a.m.k., í samfélagi sem í alþjóðlegu samhengi er fjölskylduvænt. Þeir verja meiri tíma með börnunum sínum en fyrri kynslóðir gerðu og geta flestir vænst skilnings á vinnustöðum þegar kemur að foreldraskyldunum. Hér er framsækinn rammi utan um fæðingarorlof sem gerir báðum foreldrum kleift að annast börnin sín og þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla geta foreldrar treyst því að þegar börn þeirra komast á leikskóla eru þeir líklegir til að vera á heimsmælikvarða. Íslenskir leikskólar þróuðust upphaflega sem dagvistunarheimili sem gegndu ólíkum hlutverkum: uppeldislegum, félagslegum og þjóðhagslegum. Leikskólar eru nefnilega allt í senn, menntastofnanir, uppeldisstofnanir og íverustaður barna meðan foreldrar þeirra sinna vinnu og það er ekki hægt að slíta síðastnefnda hlutverkið frá þeim með einföldum hætti. Þeir eru einn af hornsteinum jafnréttisþjóðfélagsins, upp að því marki sem sú ímynd á við rök að styðjast. Breytingar á leikskólum geta því haft víðtæk áhrif á samfélagsgerðina. Í Kópavogi lendir aukið álag vegna styttri vistunartíma ekki eingöngu meira á mæðrum heldur líka á ömmum sem hlaupa undir bagga. Þar að auki er ekki loku fyrir það skotið að hinir „fjárhagslegu hvatar“ til að stytta leikskóladaginn reynist í raun hvatar til vistráðninga, enda eru gjöld fyrir átta stunda vistun í Kópavogi á pari við vasapeninga fyrir Au-Pair. Að byggja samfélag upp á slíkum stoðum er ábyrgðarhluti og velviljað stjórnmálafólk gæti viljað hugsa sig tvisvar um. Róa sig, þetta er bara samráð Eitt af því sem sett hefur verið fram af hálfu borgarfulltrúa er að gagnrýni á tillögurnar eigi að vera hófstillt þar sem þær séu eingöngu settar fram til samráðs. Þó það nú væri að viðhaft sé samráð um tillögur sem hafa áhrif á daglegt líf og hagsmuni fjölda borgarbúa! En þetta eru eftir sem áður tillögur stýrihóps á vegum borgarráðs og þær eru settar fram þrátt fyrir að viðlíka tillögur hafi sætt mikilli gagnrýni frá foreldrum og stéttarfélögum. Einnig má heyra þær raddir að stéttarfélög, sem gæta hagsmuna vinnandi foreldra, eigi að beita sér fyrir því að ná fram styttri vinnutíma fyrir foreldra frekar en að mótmæla styttri leikskóladegi. Við því er það að segja að velflest stéttarfélög hafa reynt að ná fram styttingu vinnutímans og að gildandi kjarasamningar eru fastir til næstu þriggja ára. Liður í þeim samningum var einnig að sveitarfélög skuldbundu sig til að leggja ekki auknar álögur á launafólk og það væri óskandi að borgin myndi standa við það fyrirheit. Það lýsir ekki miklum skilningi á kjarasamningum eða atvinnulífinu yfirleitt að halda því fram að það sé auðvelt að stytta vinnutímann á almennum vinnumarkaði sí svona. Verðstýringar gagnvart foreldrum hljóta enn fremur að teljast einhver aumasta leið sem um getur til að knýja á um styttri vinnutíma. Foreldrum er hins vegar sagt að þakka bara fyrir að fá sérhannaða reiknivél í boði Reykjavíkurborgar til að geta skilið hvað þau eiga að greiða í leikskólagjöld næstu mánaðamót. Leitum fyrirmyndanna Á Íslandi er fjöldi góðra leikskóla. Sumir eru ágætlega mannaðir, húsakostur í lagi og starfsemin góð árið um kring. Aðrir leikskólar standa hallari fæti. Fjöldi leikskólabygginga hefur hreinlega myglað, mönnunarvandi er fyrir hendi og sum staðar langvarandi stjórnendavandi. Sums staðar eru starfsaðstæður góðar, annars staðar slæmar. Ef raunverulegur vilji er fyrir hendi til að takast á við áskoranir leikskóla liggur beinast við að leita í sarp hinna mörgu góðu fyrirmynda. Fjöldi fagfólks og starfsfólks veit hvað þarf til að leikskólar geti verið góðir, líka þótt þeim verði falin aukin hlutverk með brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla. Starfsfólk leikskóla á það besta skilið. Það er óskandi að sveitarfélög og stjórnendur leikskóla beini spjótum sínum að ríkinu, frekar en að foreldrum, og krefji það um viðunandi stuðning og úrræði. Foreldrar ungra barna eiga nefnilega líka það besta skilið og samfélag sem ekki býr vel að fólki á þeim viðkvæma tíma lífsins er brotið samfélag. Höfundur er formaður VR og foreldri leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu. Verðstýringin er kölluð hvatning en er í raun og veru fjárhagsleg refsing fyrir fullvinnandi foreldra og fjárhagsleg umbun fyrir fólk með styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland. Hræðileg umræða um foreldra Í stuttu máli ganga hin nýju leikskólamódel út á að takast á við áskoranir í rekstri leikskóla með því að varpa byrðunum á herðar foreldra ungra barna. Til að réttlæta þá stefnu eru týnd til ýmis rök um hvað sé börnum fyrir bestu og látið að því liggja að foreldrar séu í raun síðustu einstaklingarnir sem hafi vit á velferð og líðan barna sinna. Þeir taki ítrekað ákvarðanir sem tefli velferð barnanna í tvísýnu og hiki ekki við að taka eigin hagsmuni fram yfir hag barnanna. Best fari á því að börn séu sem mest heima (hjá mæðrum sínum). Þessi umræða er hryllilega ljót og skaðleg og getur haft neikvæð áhrif um langan tíma. Hún býr til vanlíðan og skömm í hjörtum fjölda fólks sem alla daga gerir sitt besta til að láta dæmið ganga upp. Fjölskylduvænt samfélag? Foreldrar ungra barna í dag búa í samfélagi þar sem full þörf er á tveimur fyrirvinnum á heimili. Þeir búa í samfélagi þar sem hlutastörf eru af skornum skammti og geta reynst ávísun á stöðnun á starfsferlinum, auk þess að auka á afkomuvanda á efri árum vegna lífeyrisgreiðslna. Foreldrar ungra barna í dag búa við mun meiri húsnæðiskostnað en fyrri kynslóðir og kaupmáttur ungs fólks hefur staðið í stað í áratugi, á meðan hagur eldri kynslóða hefur vænkast. En foreldrar ungra barna í dag búa líka, eða bjuggu a.m.k., í samfélagi sem í alþjóðlegu samhengi er fjölskylduvænt. Þeir verja meiri tíma með börnunum sínum en fyrri kynslóðir gerðu og geta flestir vænst skilnings á vinnustöðum þegar kemur að foreldraskyldunum. Hér er framsækinn rammi utan um fæðingarorlof sem gerir báðum foreldrum kleift að annast börnin sín og þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla geta foreldrar treyst því að þegar börn þeirra komast á leikskóla eru þeir líklegir til að vera á heimsmælikvarða. Íslenskir leikskólar þróuðust upphaflega sem dagvistunarheimili sem gegndu ólíkum hlutverkum: uppeldislegum, félagslegum og þjóðhagslegum. Leikskólar eru nefnilega allt í senn, menntastofnanir, uppeldisstofnanir og íverustaður barna meðan foreldrar þeirra sinna vinnu og það er ekki hægt að slíta síðastnefnda hlutverkið frá þeim með einföldum hætti. Þeir eru einn af hornsteinum jafnréttisþjóðfélagsins, upp að því marki sem sú ímynd á við rök að styðjast. Breytingar á leikskólum geta því haft víðtæk áhrif á samfélagsgerðina. Í Kópavogi lendir aukið álag vegna styttri vistunartíma ekki eingöngu meira á mæðrum heldur líka á ömmum sem hlaupa undir bagga. Þar að auki er ekki loku fyrir það skotið að hinir „fjárhagslegu hvatar“ til að stytta leikskóladaginn reynist í raun hvatar til vistráðninga, enda eru gjöld fyrir átta stunda vistun í Kópavogi á pari við vasapeninga fyrir Au-Pair. Að byggja samfélag upp á slíkum stoðum er ábyrgðarhluti og velviljað stjórnmálafólk gæti viljað hugsa sig tvisvar um. Róa sig, þetta er bara samráð Eitt af því sem sett hefur verið fram af hálfu borgarfulltrúa er að gagnrýni á tillögurnar eigi að vera hófstillt þar sem þær séu eingöngu settar fram til samráðs. Þó það nú væri að viðhaft sé samráð um tillögur sem hafa áhrif á daglegt líf og hagsmuni fjölda borgarbúa! En þetta eru eftir sem áður tillögur stýrihóps á vegum borgarráðs og þær eru settar fram þrátt fyrir að viðlíka tillögur hafi sætt mikilli gagnrýni frá foreldrum og stéttarfélögum. Einnig má heyra þær raddir að stéttarfélög, sem gæta hagsmuna vinnandi foreldra, eigi að beita sér fyrir því að ná fram styttri vinnutíma fyrir foreldra frekar en að mótmæla styttri leikskóladegi. Við því er það að segja að velflest stéttarfélög hafa reynt að ná fram styttingu vinnutímans og að gildandi kjarasamningar eru fastir til næstu þriggja ára. Liður í þeim samningum var einnig að sveitarfélög skuldbundu sig til að leggja ekki auknar álögur á launafólk og það væri óskandi að borgin myndi standa við það fyrirheit. Það lýsir ekki miklum skilningi á kjarasamningum eða atvinnulífinu yfirleitt að halda því fram að það sé auðvelt að stytta vinnutímann á almennum vinnumarkaði sí svona. Verðstýringar gagnvart foreldrum hljóta enn fremur að teljast einhver aumasta leið sem um getur til að knýja á um styttri vinnutíma. Foreldrum er hins vegar sagt að þakka bara fyrir að fá sérhannaða reiknivél í boði Reykjavíkurborgar til að geta skilið hvað þau eiga að greiða í leikskólagjöld næstu mánaðamót. Leitum fyrirmyndanna Á Íslandi er fjöldi góðra leikskóla. Sumir eru ágætlega mannaðir, húsakostur í lagi og starfsemin góð árið um kring. Aðrir leikskólar standa hallari fæti. Fjöldi leikskólabygginga hefur hreinlega myglað, mönnunarvandi er fyrir hendi og sum staðar langvarandi stjórnendavandi. Sums staðar eru starfsaðstæður góðar, annars staðar slæmar. Ef raunverulegur vilji er fyrir hendi til að takast á við áskoranir leikskóla liggur beinast við að leita í sarp hinna mörgu góðu fyrirmynda. Fjöldi fagfólks og starfsfólks veit hvað þarf til að leikskólar geti verið góðir, líka þótt þeim verði falin aukin hlutverk með brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla. Starfsfólk leikskóla á það besta skilið. Það er óskandi að sveitarfélög og stjórnendur leikskóla beini spjótum sínum að ríkinu, frekar en að foreldrum, og krefji það um viðunandi stuðning og úrræði. Foreldrar ungra barna eiga nefnilega líka það besta skilið og samfélag sem ekki býr vel að fólki á þeim viðkvæma tíma lífsins er brotið samfélag. Höfundur er formaður VR og foreldri leikskólabarns.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun