Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar 3. október 2025 08:31 Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun