Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar 10. september 2025 10:32 Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. En hvorug þessara leiða þjónar raunverulega hagsmunum barnanna. Að sleppa öllu námsmati er óraunhæft – rétt eins og enginn læknir myndi sleppa því að mæla hæð eða hlusta á hjarta barnsins. Tækninýjungar í menntun bjóða nú upp á þriðju leiðina, leið sem sameinar kosti beggja sjónarmiða án þess að endurtaka gömlu vandamálin. Rauntíma innsýn eykur gæði náms Með tilkomu menntatækni hafa skólar nú aðgang að verkfærum sem gera kleift að fylgjast með námsframvindu nemenda í rauntíma. Nemendur leysa verkefni sem eru hluti af daglegu námi, hvort sem er í tölvuleik, stafrænu námsefni eða í formi einfaldra æfinga á spjaldtölvu eða í tölvu. Á sama tíma safnar kerfið gögnum um hvernig nemendum gengur. Þetta eru ekki próf í hefðbundnum skilningi. Það er engin prófstofa, ekki innbyggður kvíðavaldandi þáttur. Fyrir barnið er þetta einfaldlega verkefni sem það vinnur hvort sem er. Fyrir kennarann er þetta lifandi yfirsýn yfir stöðu bekkjarins. Snemmtæk íhlutun verður möguleg Ein helsta styrkleiki slíks námsmats er að það gerir snemmtæka íhlutun raunhæfa. Ef nemandi glímir við grunnatriði eins og samlagningu eða lestrarfærni, kemur það í ljós strax, ekki árum síðar. Kennari getur gripið strax til aðgerða og veitt viðeigandi stuðning áður en vandinn verður djúpstæður. Í núverandi kerfi birtast fyrstu formlegu mælingarnar ekki fyrr en í fjórða bekk. Með rauntíma námsmati má fyrirbyggja að nemendur dragist aftur úr og efla sjálfstraust þeirra frá upphafi. Kennarar reyna þó langflestir að fylgjast náið með námsframvindu nemenda dagsdaglega og bregðast við stöðu barna, þó svo kerfið bjóði ekki upp á samræmda mælingu fyrr en í fjórða bekk. En í dag er þetta mjög tímafrekt ferli fyrir kennara. Það þýðir í samhengi raunverulegs daglegs skólastarfs með öllum þeim óvæntu uppákomum og alvarlegu málum sem upp koma, að kennarar þurfa oft á tíðum að sinna þessum þætti í óborgaðri yfirvinnu. Minna um próf, meira um leiðsögn Menntatæknin leysir ekki kennarann af hólmi. Bætir vinnuumhverfi kennara og styrkir hann. Gögnin sem safnast varpa ljósi á mynstur í náminu, en kennarinn setur þau í samhengi, ræðir við barnið og leggur inn næstu skref. Þetta þýðir að kennarinn getur veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn í bekk þar sem hæfni nemenda er ólík. Nemendur sem standa sterkt fá krefjandi verkefni, á meðan þeir sem eiga í erfiðleikum fá stuðning áður en þeir dragast aftur úr. Réttlátara námsmat Rauntíma námsmat getur líka orðið réttlátara. Í stað þess að frammistaða barns ráðist af einum degi og einni prófstund, byggist matið á heildarmynd sem safnast yfir lengri tíma. Þannig fær hvert barn að sýna hæfni sína á eigin hraða. Það er sanngjarnara, mannúðlegra og gefur betri mynd af því sem skiptir máli: hvort barnið skilur efnið, hvort það er að ná tökum á hugtökunum, og hvar þarf að styðja betur. Ný framtíðarsýn Í stað þess að festast í gamalli deilu um próf eða ekki próf, þurfum við að líta til nýrrar leiðar. Menntatæknin gerir okkur kleift að þróa námsmat og í raun sett upp innra og ytra gæðamat sem er bæði nákvæmt og umhyggjusamt. Það er ekki aðeins mælitæki heldur leiðsögutæki. Með því að nýta þessa möguleika getur íslenskt skólakerfi orðið brautryðjandi í að skapa námsumhverfi þar sem snemmtæk íhlutun er sjálfsögð, þar sem hver nemandi fær stuðning á réttum tíma og þar sem námsmat er ekki hindrun heldur brú til að komast áfram. Þetta er sú framtíð sem börnin okkar eiga skilið. Höfundur er formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, IEI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. En hvorug þessara leiða þjónar raunverulega hagsmunum barnanna. Að sleppa öllu námsmati er óraunhæft – rétt eins og enginn læknir myndi sleppa því að mæla hæð eða hlusta á hjarta barnsins. Tækninýjungar í menntun bjóða nú upp á þriðju leiðina, leið sem sameinar kosti beggja sjónarmiða án þess að endurtaka gömlu vandamálin. Rauntíma innsýn eykur gæði náms Með tilkomu menntatækni hafa skólar nú aðgang að verkfærum sem gera kleift að fylgjast með námsframvindu nemenda í rauntíma. Nemendur leysa verkefni sem eru hluti af daglegu námi, hvort sem er í tölvuleik, stafrænu námsefni eða í formi einfaldra æfinga á spjaldtölvu eða í tölvu. Á sama tíma safnar kerfið gögnum um hvernig nemendum gengur. Þetta eru ekki próf í hefðbundnum skilningi. Það er engin prófstofa, ekki innbyggður kvíðavaldandi þáttur. Fyrir barnið er þetta einfaldlega verkefni sem það vinnur hvort sem er. Fyrir kennarann er þetta lifandi yfirsýn yfir stöðu bekkjarins. Snemmtæk íhlutun verður möguleg Ein helsta styrkleiki slíks námsmats er að það gerir snemmtæka íhlutun raunhæfa. Ef nemandi glímir við grunnatriði eins og samlagningu eða lestrarfærni, kemur það í ljós strax, ekki árum síðar. Kennari getur gripið strax til aðgerða og veitt viðeigandi stuðning áður en vandinn verður djúpstæður. Í núverandi kerfi birtast fyrstu formlegu mælingarnar ekki fyrr en í fjórða bekk. Með rauntíma námsmati má fyrirbyggja að nemendur dragist aftur úr og efla sjálfstraust þeirra frá upphafi. Kennarar reyna þó langflestir að fylgjast náið með námsframvindu nemenda dagsdaglega og bregðast við stöðu barna, þó svo kerfið bjóði ekki upp á samræmda mælingu fyrr en í fjórða bekk. En í dag er þetta mjög tímafrekt ferli fyrir kennara. Það þýðir í samhengi raunverulegs daglegs skólastarfs með öllum þeim óvæntu uppákomum og alvarlegu málum sem upp koma, að kennarar þurfa oft á tíðum að sinna þessum þætti í óborgaðri yfirvinnu. Minna um próf, meira um leiðsögn Menntatæknin leysir ekki kennarann af hólmi. Bætir vinnuumhverfi kennara og styrkir hann. Gögnin sem safnast varpa ljósi á mynstur í náminu, en kennarinn setur þau í samhengi, ræðir við barnið og leggur inn næstu skref. Þetta þýðir að kennarinn getur veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn í bekk þar sem hæfni nemenda er ólík. Nemendur sem standa sterkt fá krefjandi verkefni, á meðan þeir sem eiga í erfiðleikum fá stuðning áður en þeir dragast aftur úr. Réttlátara námsmat Rauntíma námsmat getur líka orðið réttlátara. Í stað þess að frammistaða barns ráðist af einum degi og einni prófstund, byggist matið á heildarmynd sem safnast yfir lengri tíma. Þannig fær hvert barn að sýna hæfni sína á eigin hraða. Það er sanngjarnara, mannúðlegra og gefur betri mynd af því sem skiptir máli: hvort barnið skilur efnið, hvort það er að ná tökum á hugtökunum, og hvar þarf að styðja betur. Ný framtíðarsýn Í stað þess að festast í gamalli deilu um próf eða ekki próf, þurfum við að líta til nýrrar leiðar. Menntatæknin gerir okkur kleift að þróa námsmat og í raun sett upp innra og ytra gæðamat sem er bæði nákvæmt og umhyggjusamt. Það er ekki aðeins mælitæki heldur leiðsögutæki. Með því að nýta þessa möguleika getur íslenskt skólakerfi orðið brautryðjandi í að skapa námsumhverfi þar sem snemmtæk íhlutun er sjálfsögð, þar sem hver nemandi fær stuðning á réttum tíma og þar sem námsmat er ekki hindrun heldur brú til að komast áfram. Þetta er sú framtíð sem börnin okkar eiga skilið. Höfundur er formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, IEI.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun