Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar 5. september 2025 07:35 Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun