Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar 1. september 2025 08:00 Slys og bráð veikindi eins og hjartastopp geta komið upp hvenær og hvar sem er. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að geta hjálpað og þekkja grunnatriði skyndihjálpar og þá sérstaklega endurlífgunar. Það er sömuleiðis mikilvægt að geta hjálpað ef einhverjum líður illa og er jafnvel að hugsa um að taka eigið líf. Hvort sem það er náinn aðstandandi, vegfarandi eða samstarfsmaður getum við öll lent í aðstæðum þar sem einhver þarfnast hjálpar og sálræns stuðnings. Nú er Gulur september haldinn í þriðja sinn. Að baki vitundarvakningunni standa félög og stofnanir sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með umhyggju, aðgát og kærleika að leiðarljósi. Sjá nýja heimasíðu á gulurseptember.is. Hugmynd kviknaði í undirbúningshóp verkefnisins, að sænskri fyrirmynd, að samnýta og tvinna sjálfsvígsforvarnir saman við það sem svo vel hefur verið gert í fræðslu um endurlífgun. Þar hafa grunnatriðin verið sett fram á skýran og einfaldan hátt og flest þekkja fyrir vikið helstu atriðin í þeim efnum. Niðurstaðan var að gera tvö einföld spjöld sem eru nú gefin út í Gulum september. Á öðru eru fjögur grunnskref endurlífgunar og voru þau unnin í samstarfi við Endurlífgunarráð Íslands. Á hinu eru dregin saman fjögur meginskref í samtali við einstakling í andlegri vanlíðan. Voru þau skilaboð unnin af hópi fagaðila í samráði við þjónustunotendur, byggt á viðurkenndu efni um sjálfsvígsforvarnir. Ákveðinn samhljómur er til staðar milli endurlífgunar og sjálfsvígsforvarna og er það von hópsins að spjöldin munu vekja áhuga og hvetja fólk til að kynna sér þetta nánar. Endurlífgun við hjartastopp Það að læra að bregðast við hjartastoppi bjargar sannarlega mannslífum og hafa flest a.m.k. heyrt um eða kunna og geta beitt endurlífgun við hjartastopp. Vitund fólks hefur eflst síðustu ár og hafa æ fleiri stofnanir og fyrirtæki hvatt fólk til að sækja námskeið í endurlífgun og hafa komið fyrir sjálfvirkum hjartastuðtækjum á sínum starfstöðvum. Hjartastopp orsakast yfirleitt af hjartsláttartruflunum en skjót viðbrögð við því kallast endurlífgun (e. CPR). Endurlífgun getur stóraukið lífslíkur fólks sem lendir í hjartastoppi og er ein auðveldasta og árangursríkasta leiðin til að bjarga mannslífi. Í kennslu almennings í endurlífgun er reynt að hafa ferlið eins einfalt og skýrt og hægt er svo það sé auðvelt að muna það og flest teysti sér til þess að veita aðstoð. Við grun um hjartastopp skal meta meðvitundarstig og öndun. Ef einstaklingur svarar ekki kalli þarf að horfa og hlusta eftir öndun. Ef engin öndun er til staðar eða einstaklingur andar óeðlilega t.d. stöku andköf bendir það til hjartastopps. Kalla skal eftir aðstoð – hringja í 112 og hefja hjartahnoð. Ef vafi er á hvort um hjartastopp sé að ræða skal ganga út frá því og hefja hjartahnoð eins fljótt og hægt er. Þegar hjartahnoði er beitt skal hnoða á taktinum 100-120 sinnum á mínútu með báðum höndum beint niður á bringubeini niður um a.m.k. 5 sentimetra. Ágætt að styðjast við taktinn í laginu „Stayin' Alive“ með Bee Gees. Þeim sem sótt hafa námskeið í endurlífgun er ráðlagt að veita öndunarstuðning með tveimur blástrum eftir hver 30 hnoð en hafi fólk ekki hlotið þjálfun eða treysti fólk sér ekki til þess að blása þá skal engu að síður halda hnoði áfram þangað til sérhæfð aðstoð berst. Þá skiptir sköpum og eykur lífslíkur fólks umtalsvert ef hægt er að nota sjálfvirkt hjartastuðtæki (e. AED) sé það til staðar og mikilvægt er að senda einhvern og fá það á staðinn sem fyrst ef mögulegt er. Hér er einungis tæpt á þessum atriðum en ítarlegri leiðbeiningar í grunnendurlífgun er að finna hér. Fólk er hvatt eindregið til að kynna sér þær og sækja námskeið í grunnendurlífgun. Sjálfsvígsforvarnir eru lífsbjargandi Sjálfsvíg eru alvarlegur lýðheilsuvandi með víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Á Íslandi hefur meðalfjöldi sjálfsvíga verið 41 síðustu fimm ár og sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsökin í yngstu aldurshópunum. En yfir helmingur allra sjálfsvíga á Íslandi er meðal fólks undir fimmtugu. Áhrifaríkar sjálfsvígsforvarnir stuðla að því að þau sem þurfa aðstoð fái fyrr viðeigandi stuðning. Það að vera til staðar fyrir einhvern sem glímir við vanlíðan og er mögulega með sjálfsvígshugsanir getur breytt öllu og bjargað mannslífum líkt og endurlífgun. Til þess að hjálpa einstakling í sálrænni neyð, rétt eins og í endurlífgun, þarf fólk að hafa þekkingu og getuna til þess að nálgast málefnið. Hefur það sýnt sig að þau sem fá grunnþjálfun í sjálfsvígsforvörnum telja sig mun betur undir það búin að veita einstaklingi í vanlíðan eða með sjálfsvígshugsanir aðstoð heldur en áður en þau fengu þjálfunina. Fyrsta skrefið er að taka eftir ef einstaklingur sýnir merki um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Sem dæmi gæti viðkomandi verið ólíkur sjálfum sér, hætt/ur taka þátt í félagslífi eða dregur sig í hlé. Næsta skref er að taka samtalið. Það getur verið erfitt að stíga það skref en mikilvægt er að hlusta á viðkomandi og meta líðan og svör einstaklingsins. Það að spyrja út í mögulega fyrirætlun um sjálfsvíg í þessu skrefi eykur ekki hættuna á að einstaklingur taki eigið líf, heldur getur það þvert á móti komið í veg fyrir sjálfsvíg. Ef viðkomandi lætur í ljós vanlíðan og grunur vaknar í samtalinu að einstaklingurinn sé mögulega með lífsleiða- eða sjálfsvígshugsanir ætti að spyrja beinna spurninga eins og „ertu með hugsanir um að vilja ekki lifa? eða „ertu með sjálfsvígshugsanir”, frekar en að tala í kringum hlutina og oftar en ekki finnur fólk létti við það að vera spurt beint út, séu slíkar hugsanir til staðar. Stundum getur samtalið og það að virkja stuðningsnet viðkomandi reynst nægjanlegur stuðningur. Ef það er ekki nóg þá þarf í sameiningu að leita lausna og finna leiðir að stuðningi og aðstoð, sem er þriðja skrefið. Ef þörf er á utanaðkomandi stuðning fagfólks má finna hann í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700 eða á heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Píeta hjálparsímanum 552-2218. Í brýnni neyð hringið í 112. Fjórða skrefið er þá að fylgja einstaklingnum eftir í framhaldinu með því að athuga með líðan, kanna hvort þær lausnir sem fundar voru hafi hjálpað og veita frekari stuðning ef þörf er á. Hér að neðan má sjá spjöldin og skilaboðin á þeim. Þau eru nú komin í dreifingu á prenti og stafrænu formi. Hvetjum við fólk að nota QR kóðana til þess að fá ítarlegri leiðbeiningar um endurlífgun og upplýsingar um hvar faglegan stuðning er að fá í andlegri vanlíðan. Við getum öll bjargað lífi - með endurlífgun Skoðaðu: Er meðvitundarleysi til staðar og er öndun óeðlileg/engin? Hringdu: Hringdu strax eða fáðu aðstoð við að hringja í neyðarlínuna 112. Hnoðaðu: Hnoðaðu þétt með báðum höndum í taktinum 100-120 sinnum á mínútu. Stuðtæki: Kallaðu eftir hjartastuðtæki, tengdu það og fylgdu leiðbeiningum. Við getum öll bjargað lífi - með samtali Taktu eftir: Vertu vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Hlustaðu: Taktu samtalið. Ef þú hefur áhyggjur spurðu nánar. Leitaðu lausna: Finnið leiðir að stuðningi og aðstoð. Sjá gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Fylgdu eftir: Spyrðu um líðan. Kannaðu hvort aðstoðin fékkst. Stutt kynning á verkefninu verður haldin í beinu streymi á Teams þann 4. september næstkomandi kl 12 en hlekk á kynninguna er að að finna hér. Er það von hópsins að þetta framtak muni hvetja fólk til þess að kynna sér og fræðast um endurlífgun og sjálfsvígsforvarnir og stuðla að því að fleiri treysti sér til að bjarga einstaklingum í neyð. - Fyrstu skrefin eru aðeins fjögur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í undirbúningshóp Guls septembers 2025. Í neyðartilfellum skal ávallt hafa samband við neyðarlínuna 112. Upplýsingar um hvar hjálp er að fá - gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Frekari upplýsingar um sjálfsvígsforvarnir á Íslandi má finna á vef embættis landlæknis . Fræðslu og námskeið í grunnendurlífgun er að finna á vef Rauða kross Íslands - raudikrossinn.is og á vef Endurlífgunarráðs – Endurlifgun.is Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Slys og bráð veikindi eins og hjartastopp geta komið upp hvenær og hvar sem er. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að geta hjálpað og þekkja grunnatriði skyndihjálpar og þá sérstaklega endurlífgunar. Það er sömuleiðis mikilvægt að geta hjálpað ef einhverjum líður illa og er jafnvel að hugsa um að taka eigið líf. Hvort sem það er náinn aðstandandi, vegfarandi eða samstarfsmaður getum við öll lent í aðstæðum þar sem einhver þarfnast hjálpar og sálræns stuðnings. Nú er Gulur september haldinn í þriðja sinn. Að baki vitundarvakningunni standa félög og stofnanir sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með umhyggju, aðgát og kærleika að leiðarljósi. Sjá nýja heimasíðu á gulurseptember.is. Hugmynd kviknaði í undirbúningshóp verkefnisins, að sænskri fyrirmynd, að samnýta og tvinna sjálfsvígsforvarnir saman við það sem svo vel hefur verið gert í fræðslu um endurlífgun. Þar hafa grunnatriðin verið sett fram á skýran og einfaldan hátt og flest þekkja fyrir vikið helstu atriðin í þeim efnum. Niðurstaðan var að gera tvö einföld spjöld sem eru nú gefin út í Gulum september. Á öðru eru fjögur grunnskref endurlífgunar og voru þau unnin í samstarfi við Endurlífgunarráð Íslands. Á hinu eru dregin saman fjögur meginskref í samtali við einstakling í andlegri vanlíðan. Voru þau skilaboð unnin af hópi fagaðila í samráði við þjónustunotendur, byggt á viðurkenndu efni um sjálfsvígsforvarnir. Ákveðinn samhljómur er til staðar milli endurlífgunar og sjálfsvígsforvarna og er það von hópsins að spjöldin munu vekja áhuga og hvetja fólk til að kynna sér þetta nánar. Endurlífgun við hjartastopp Það að læra að bregðast við hjartastoppi bjargar sannarlega mannslífum og hafa flest a.m.k. heyrt um eða kunna og geta beitt endurlífgun við hjartastopp. Vitund fólks hefur eflst síðustu ár og hafa æ fleiri stofnanir og fyrirtæki hvatt fólk til að sækja námskeið í endurlífgun og hafa komið fyrir sjálfvirkum hjartastuðtækjum á sínum starfstöðvum. Hjartastopp orsakast yfirleitt af hjartsláttartruflunum en skjót viðbrögð við því kallast endurlífgun (e. CPR). Endurlífgun getur stóraukið lífslíkur fólks sem lendir í hjartastoppi og er ein auðveldasta og árangursríkasta leiðin til að bjarga mannslífi. Í kennslu almennings í endurlífgun er reynt að hafa ferlið eins einfalt og skýrt og hægt er svo það sé auðvelt að muna það og flest teysti sér til þess að veita aðstoð. Við grun um hjartastopp skal meta meðvitundarstig og öndun. Ef einstaklingur svarar ekki kalli þarf að horfa og hlusta eftir öndun. Ef engin öndun er til staðar eða einstaklingur andar óeðlilega t.d. stöku andköf bendir það til hjartastopps. Kalla skal eftir aðstoð – hringja í 112 og hefja hjartahnoð. Ef vafi er á hvort um hjartastopp sé að ræða skal ganga út frá því og hefja hjartahnoð eins fljótt og hægt er. Þegar hjartahnoði er beitt skal hnoða á taktinum 100-120 sinnum á mínútu með báðum höndum beint niður á bringubeini niður um a.m.k. 5 sentimetra. Ágætt að styðjast við taktinn í laginu „Stayin' Alive“ með Bee Gees. Þeim sem sótt hafa námskeið í endurlífgun er ráðlagt að veita öndunarstuðning með tveimur blástrum eftir hver 30 hnoð en hafi fólk ekki hlotið þjálfun eða treysti fólk sér ekki til þess að blása þá skal engu að síður halda hnoði áfram þangað til sérhæfð aðstoð berst. Þá skiptir sköpum og eykur lífslíkur fólks umtalsvert ef hægt er að nota sjálfvirkt hjartastuðtæki (e. AED) sé það til staðar og mikilvægt er að senda einhvern og fá það á staðinn sem fyrst ef mögulegt er. Hér er einungis tæpt á þessum atriðum en ítarlegri leiðbeiningar í grunnendurlífgun er að finna hér. Fólk er hvatt eindregið til að kynna sér þær og sækja námskeið í grunnendurlífgun. Sjálfsvígsforvarnir eru lífsbjargandi Sjálfsvíg eru alvarlegur lýðheilsuvandi með víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Á Íslandi hefur meðalfjöldi sjálfsvíga verið 41 síðustu fimm ár og sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsökin í yngstu aldurshópunum. En yfir helmingur allra sjálfsvíga á Íslandi er meðal fólks undir fimmtugu. Áhrifaríkar sjálfsvígsforvarnir stuðla að því að þau sem þurfa aðstoð fái fyrr viðeigandi stuðning. Það að vera til staðar fyrir einhvern sem glímir við vanlíðan og er mögulega með sjálfsvígshugsanir getur breytt öllu og bjargað mannslífum líkt og endurlífgun. Til þess að hjálpa einstakling í sálrænni neyð, rétt eins og í endurlífgun, þarf fólk að hafa þekkingu og getuna til þess að nálgast málefnið. Hefur það sýnt sig að þau sem fá grunnþjálfun í sjálfsvígsforvörnum telja sig mun betur undir það búin að veita einstaklingi í vanlíðan eða með sjálfsvígshugsanir aðstoð heldur en áður en þau fengu þjálfunina. Fyrsta skrefið er að taka eftir ef einstaklingur sýnir merki um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Sem dæmi gæti viðkomandi verið ólíkur sjálfum sér, hætt/ur taka þátt í félagslífi eða dregur sig í hlé. Næsta skref er að taka samtalið. Það getur verið erfitt að stíga það skref en mikilvægt er að hlusta á viðkomandi og meta líðan og svör einstaklingsins. Það að spyrja út í mögulega fyrirætlun um sjálfsvíg í þessu skrefi eykur ekki hættuna á að einstaklingur taki eigið líf, heldur getur það þvert á móti komið í veg fyrir sjálfsvíg. Ef viðkomandi lætur í ljós vanlíðan og grunur vaknar í samtalinu að einstaklingurinn sé mögulega með lífsleiða- eða sjálfsvígshugsanir ætti að spyrja beinna spurninga eins og „ertu með hugsanir um að vilja ekki lifa? eða „ertu með sjálfsvígshugsanir”, frekar en að tala í kringum hlutina og oftar en ekki finnur fólk létti við það að vera spurt beint út, séu slíkar hugsanir til staðar. Stundum getur samtalið og það að virkja stuðningsnet viðkomandi reynst nægjanlegur stuðningur. Ef það er ekki nóg þá þarf í sameiningu að leita lausna og finna leiðir að stuðningi og aðstoð, sem er þriðja skrefið. Ef þörf er á utanaðkomandi stuðning fagfólks má finna hann í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700 eða á heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Píeta hjálparsímanum 552-2218. Í brýnni neyð hringið í 112. Fjórða skrefið er þá að fylgja einstaklingnum eftir í framhaldinu með því að athuga með líðan, kanna hvort þær lausnir sem fundar voru hafi hjálpað og veita frekari stuðning ef þörf er á. Hér að neðan má sjá spjöldin og skilaboðin á þeim. Þau eru nú komin í dreifingu á prenti og stafrænu formi. Hvetjum við fólk að nota QR kóðana til þess að fá ítarlegri leiðbeiningar um endurlífgun og upplýsingar um hvar faglegan stuðning er að fá í andlegri vanlíðan. Við getum öll bjargað lífi - með endurlífgun Skoðaðu: Er meðvitundarleysi til staðar og er öndun óeðlileg/engin? Hringdu: Hringdu strax eða fáðu aðstoð við að hringja í neyðarlínuna 112. Hnoðaðu: Hnoðaðu þétt með báðum höndum í taktinum 100-120 sinnum á mínútu. Stuðtæki: Kallaðu eftir hjartastuðtæki, tengdu það og fylgdu leiðbeiningum. Við getum öll bjargað lífi - með samtali Taktu eftir: Vertu vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Hlustaðu: Taktu samtalið. Ef þú hefur áhyggjur spurðu nánar. Leitaðu lausna: Finnið leiðir að stuðningi og aðstoð. Sjá gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Fylgdu eftir: Spyrðu um líðan. Kannaðu hvort aðstoðin fékkst. Stutt kynning á verkefninu verður haldin í beinu streymi á Teams þann 4. september næstkomandi kl 12 en hlekk á kynninguna er að að finna hér. Er það von hópsins að þetta framtak muni hvetja fólk til þess að kynna sér og fræðast um endurlífgun og sjálfsvígsforvarnir og stuðla að því að fleiri treysti sér til að bjarga einstaklingum í neyð. - Fyrstu skrefin eru aðeins fjögur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í undirbúningshóp Guls septembers 2025. Í neyðartilfellum skal ávallt hafa samband við neyðarlínuna 112. Upplýsingar um hvar hjálp er að fá - gulurseptember.is/hvar-er-hjalp-ad-fa/ Frekari upplýsingar um sjálfsvígsforvarnir á Íslandi má finna á vef embættis landlæknis . Fræðslu og námskeið í grunnendurlífgun er að finna á vef Rauða kross Íslands - raudikrossinn.is og á vef Endurlífgunarráðs – Endurlifgun.is Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar