Á góðum stað fyrir mikil átök Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals er spenntur fyrir komandi baráttu. Vísir/Ívar „Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins. „Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5. Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5.
Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti