Á góðum stað fyrir mikil átök Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals er spenntur fyrir komandi baráttu. Vísir/Ívar „Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins. „Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5. Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Aftur á móti erum við að mæta hörkuliði, margföldum eistneskum meisturum og risaklúbbi. Ég fór út til að horfa á þá í Eistlandi og þetta verður hörkueinvígi,“ segir Túfa í samtali við Sýn. Valur mætir Flora Tallinn frá Eistlandi að Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld. Frábrugðið lið frá í fyrra Víkingur vann eistneska liðið í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það var vonbrigðatímabil hjá eistneska liðinu sem hefur gert miklar breytingar síðan. Konstantin Vassiljev, leikjahæsti Eisti sögunnar, tók við liðinu í fyrra og hefur stokkað upp í leikmannahópi þess. Klippa: Túfa klár í Evrópuslag „Liðið er svolítið breytt frá því sem mætti Víkingi í fyrra. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni í fyrra og eru líklega ekki ánægðir með þann árangur. Þeir breyttu um þjálfara, og sá sem þjálfar þá í dag er goðsögn í eistneskum fótbolta. Það eru bara fjórir leikmenn sem byrjuðu í fyrra í liðinu,“ segir Túfa. „Þetta er frekar ungt lið, sprækt og hleypur mikið. Þeir eru vel skipulagðir og agaðir, það er smá rússneski skólinn. En aftur á móti hugsa ég um mitt lið og við erum upp á okkar besta. Þetta verða hörkuleikir en það er möguleiki á því að komast áfram,“ bætir hann við. Markmiðið að viðhalda góðu gengi Valsmenn hafa verið á góðum skriði að undanförnu. Liðið er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum og eftir öflugt gengi í Bestu deildinni er liðið jafnt Íslandsmeisturum Breiðabliks að stigum í 2.-3. sæti, aðeins þremur frá toppnum. Það er því nóg fram undan. „Þetta er strembið en þetta er eitthvað sem við viljum, sérstaklega leikmenn. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum, úrslit í Mjólkurbikar, í toppbaráttu í deildinni, og í Evrópukeppni – þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn séu vel gíraðir, þeir elska að spila fleiri leiki frekar en að æfa,“ segir Túfa sem segir þjálfara ávallt hafa áhyggjur af álagi, en Valsmenn hafi sýnt í síðasta mánuði að hópurinn geti tekist á við það. „Það eru alltaf smá áhyggjur, það eru ávallt einhverjir leikmenn sem eru meiddir og vantar. En aftur á móti var júní erfiður, þetta voru sjö leikir á 24 dögum. Við fórum í gegnum þessa leiki mjög vel, bæði að ná árangri, að spila vel og bæta okkur. Ég trúi ekki öðru en að júlí-mánuður verði svipaður – það er markmiðið,“ segir Túfa. Viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Túfa má sjá í spilaranum. Leikur Vals og Flora Tallinn er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Víkingur á einnig Evrópuleik í kvöld við Malisheva í Kósóvó. Leikur Víkings og Malisheva er klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport 5.
Sambandsdeild Evrópu Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira