Ástin á götunni

Fréttamynd

Valur í úr­slit eftir víta­spyrnu­keppni

Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leifur Andri leggur skóna á hilluna

Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Hann mun því ekki spila með HK í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Frá þessu greindi félagið á mánudagskvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Króknum á Hlíðar­enda

Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sveinn Margeir mögu­lega ekkert með Víkingum í sumar

Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar skipta um gír

Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Býst við Grikkjunum betri í kvöld

Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er ein­stakur strákur“

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra.

Íslenski boltinn