Íslenski boltinn

Gummi Tóta orðinn leik­maður ÍA

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson kemur með mikla reynslu, bæði úr atvinnumennskunni sem og frá tíma sínum með íslenska landsliðinu, í lið ÍA.
Guðmundur Þórarinsson kemur með mikla reynslu, bæði úr atvinnumennskunni sem og frá tíma sínum með íslenska landsliðinu, í lið ÍA. Mynd: Jón Gautur foto

Guðmundur Þórarinsson er kominn heim til Íslands eftir fimmtán ár í atvinnumennsku og hefur skrifað undir samning við Bestu deildar lið ÍA til næstu tveggja ára.

Knattspyrnudeild ÍA greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum núna í kvöld.

Guðmundur, lék síðast hér á landi árið 2012 með liði ÍBV í efstu deild en fram að tíma sínum í Vestmannaeyjum hafði hann aðeins spilað með uppeldisfélagi sínu, Selfoss.

Alls hefur Guðmundur leikið 59 leiki í efstu deild hér á landi en í atvinnumennskunni hefur hann spilað með liðum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Grikklandi og nú síðast í Armeníu.

Guðmundur varð tvöfaldur meistari með Noah FC á síðasta tímabili í Armeníu en þar áður hafði hann unnið MLS bikarinn með New York City árið 2021 og árið 2016 varð hann tvöfaldur meistari með Rosenborg í Noregi.

Þá á hann að baki fimmtán A-landsleiki fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×