Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 19:31 Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun