Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 1. júlí 2025 07:30 Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun