Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Arnar Þór Ingólfsson skrifar 23. júní 2025 16:00 Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Skattar og tollar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar