Breytingar á veiðigjöldum

Fréttamynd

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Standist ekki sögu­skoðun að tengja upp­sagnirnar við veiðigjöldin

Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi

Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta endar náttúru­lega á sak­lausu fólki“

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skatta­hækkanir á út­flutnings­greinar mun lík­lega grafa undan raun­genginu

Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Innherji
Fréttamynd

Upp­sagnir sjó­manna í Grinda­vík: „Hve­nær er nóg, nóg?“

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Sjó­mönnum sagt upp: Skipu­lags­breytingar vegna veiðigjalda

Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísar gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar á bug

Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðþrifamálin sem stjórnar­and­staðan fórnaði á altari útgerðanna

Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mála sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja.

Skoðun
Fréttamynd

Kjós­endur stjórnar­flokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfs­myndina

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Hví borgar út­gerðin – ekki malarnáman?

Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru val­kyrjur, hatrið sigraði lík­lega í þetta skiptið

Ég skil ekki hækkun á veiðigjöldum, sem eru óréttmæt og skaðleg. Þessi sérstaki skattur á sjávarútveginn, sem er grunnstoð í okkar samfélagi, er ekki aðeins rangur heldur einnig hættulegur fyrir framtíð okkar. Það er ótrúlegt að sjá hvernig veruleikafirring hefur leitt til þess að sjávarútvegurinn, sem er fjölbreytt og mikilvæg atvinnugrein, er settur í stórhættu.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar á­herslum ríkis­stjórnarinnar í sjávar­út­vegi

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ræðukóngurinn talaði í rúman sólar­hring

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin stóð af sér á­hlaup sérhagsmuna

Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur.

Skoðun
Fréttamynd

Inga ætlar ekki að biðjast af­sökunar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórn­ar­andstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir vald­haf­ar þyrftu að draga þá gömlu und­ir hús­vegg og skjóta þá svo að valda­skipti væru tryggð.

Innlent
Fréttamynd

Þagnarbindindi í ræðu­stól Al­þingis

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu.

Innlent