Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar 19. júní 2025 11:30 Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun