Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar 19. júní 2025 11:30 Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun