Samræmt námsmat er ekki hindrun heldur hjálpartæki Eiríkur Ólafsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati. Ég er að mörgu leyti sammála Schleicher. Að mínu mati voru það mistök að leggja niður samræmd próf á sínum tíma. Þó prófin hafi sannarlega ekki verið gallalaus og margt mátt betur fara í framkvæmd þeirra, tel ég ekki að það hafi verið gild ástæða til að afnema þau alfarið. Þvert á móti hefði átt að leggja meiri vinnu í að gera þau betri, markvissari og réttlátari. Það hefði þurft að tryggja að allir aðilar málsins, bæði kennarar og nemendur, gætu viðurkennt þau sem sanngjarnan og gagnlegan mælikvarða. Við ættum því að taka orðum Andreas Schleicher af fullri alvöru. Án samræmdra viðmiða verður matskerfi skólanna óskilvirkara og óljósara. Það gerir það mun erfiðara að greina hvar styrkleikar og veikleikar kerfisins liggja og dregur úr möguleikum á sanngjörnum samanburði. Þegar enginn sameiginlegur mælikvarði er til staðar, nota skólar og jafnvel kennarar innan sama skóla ólík viðmið þegar meta á nemendur. Ósamræmið getur valdið ójafnræði bæði meðal nemenda og á milli skóla og dregur úr möguleikum á markvissri þróun og umbótum í menntakerfinu. Sem kennari hef ég séð hvernig samræmd próf geta virkað hvetjandi á nemendur. Margir taka þau sem áskorun og leggja sig fram um að ná góðum árangri. Skýr markmið og sameiginleg viðmið ýta undir metnað og geta verið öflug hvatning fyrir nemendur. Okkar hlutverk sem kennara er að nýta slíka möguleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ég tók eftir því að margir kennarar urðu áhyggjufullir í aðdraganda samræmdra prófa. Sumir upplifðu óöryggi gagnvart því hvernig prófin endurspegluðu þeirra eigið starf, og óttust að niðurstöðurnar væru notaðar til að dæma frekar en til að byggja upp. Samræmd próf eiga ekki að skapa ótta heldur vera hjálpartæki til þess að bæta okkur í starfi. Þau gefa okkur dýrmætt tækifæri til að rýna í kennsluhætti, skoða hvað virkar og hvar við getum gert betur. Sú umræða var líka til staðar að nemendum hafi fundist þessi próf auka á streitu þeirra. Það er alveg eðlilegt að bæði nemendur og kennarar finni fyrir álagi. Hins vegar eigum við ekki að svara því með því að lækka kröfurnar. Við eigum að undirbúa nemendur betur og styðja þau í að takast á við áskoranir. Lífið krefst ábyrgðar, sjálfsaga og þrautsegju. Ef við kennum börnum að forðast allt sem er erfitt, þá rænum við þau tækifærum til vaxtar og þroska. Samræmt námsmat tryggir líka réttlæti að einhverju marki. Það gerir framhaldsskólum kleift að bera umsækjendur saman á hlutlægan hátt, hjálpar kennurum að rýna í eigið starf, auðveldar foreldrum að fylgjast með námsstöðu nemandans og gefur yfirvöldum yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins. Þegar slíkt mat er til staðar, vitum við hvar við stöndum. Þegar það vantar, erum við að vinna í myrkri og og þá er erfitt að gera samanburð milli nemenda. Við getum og eigum að gera betur. Prófin mega ekki vera illa gerð, ómarkviss eða ósanngjörn. En þau áttu heldur ekki að hverfa. Það þarf hins vegar að vanda til verka, leita ráða hjá kennurum, taka gagnrýni alvarlega og þróa námsmatið áfram. Þá getur það orðið öflugt tæki til að efla gæði menntunar og búa nemendur undir raunveruleikann sem bíður þeirra. Höfundur er grunnskólakennari
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun