Losar Alþingi um leyfisveitinga-flækjuna? Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 11. júní 2025 07:02 Á bak við hverja virkjun, hverja jarðvinnu og hverja raflínu liggur langt og strangt ferli skipulags og leyfisveitinga. Í orku- og veitumálum hafa leyfisveitingar og skipulagsmál, á vegum ríkis og sveitarfélaga, orðið að þröskuldi sem hægir á orkuskiptum, fjárfestingum og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Ísland hefur ekki efni á að viðhalda slíku ástandi mikið lengur. Í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur á undanförnum árum verið unnið hörðum höndum að því að móta löggjöf til einföldunar á leyfisveitingaferlum og hafa þó nokkur frumvörp í þá veru farið í gegnum samráð í samráðsgátt stjórnvalda og verið lögð fyrir Alþingi sem lagafrumvörp. Búast má við að á síðustu dögum þingsins verði teknar ákvarðanir um það hvaða þingmál hljóta afgreiðslu og hvaða þingmál þurfa að bíða til næsta vetrar. Þar sem nokkuð góð sátt virðist vera meðal þingflokka um mikilvægi þess að á Íslandi verði hægt að virkja orku til að stuðla að orkuskiptum, viðhalda samkeppnishæfni þjóðarinnar og mæta ört vaxandi samfélagi má ætla, eða að minnsta kosti vona, að þau lagafrumvörp sem snúa að einföldun leyfisveitinga komist í gegnum þingið að þessu sinni. Um alla Evrópu er verið að stíga mikilvæg skref til að tryggja að lönd komist í gegnum orkuskiptin, að kolefnishlutleysi verði náð á næstu áratugum og að Evrópa verði óháð jarðaefnaeldsneyti frá ríkjum sem ekki er hægt að treysta með tilliti til öryggis- og varnarmála. Frá Þýskalandi má finna gott dæmi um raunverulegan árangur í þessum efnum. Þannig tókst Þjóðverjum að margfalda leyfisveitingar fyrir vindorku – úr innan við 2 GW árið 2022 í næstum 15 GW árið 2024. Þetta var ekki tilviljun, heldur afrakstur yfirgripsmikillar lagasetningar og markvissra aðgerða; umsóknarferli voru stytt, ábyrgð skýrð, málsmeðferðarreglur einfaldaðar og endurnýjanleg orka skilgreind sem almannahagsmunamál. Settar voru skýrar kröfur um landnýtingu til að tryggja að land yrði nýtt undir vindorku og sveitarstjórnarstigið tæki ábyrgð og bæri skyldur í þeim efnum. Með breytingum á fjölda laga og skýrri stefnumótun stjórnvalda fór kerfið að virka og leyfi eru nú afgreidd fljótt og örugglega. Á Íslandi eru nú nokkur frumvörp í þinglegri meðferð sem varða einföldun regluverks, rammaáætlun og stjórnsýslu leyfisveitinga. Flest þeirra mála hafa verið í vinnslu í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála síðan á síðasta kjörtímabili og ættu að njóta víðtæks þingsstuðnings. Þá verður að undirstrika að í núverandi kerfi rammaáætlunar er það á ábyrgð þingsins að orkunýtingarflokkkur rammaáætlunar mæti ávallt þörfum þjóðarinnar um orkuframleiðslu og orkuöryggi til lengri tíma. Að samþykkja þessi frumvörp nú – áður en Alþingi fer í sumarhlé – væri tákn um vilja og skynsemi, að stjórnsýsla og lagasetning geti unnið með framtíðarsýn þjóðarinnar, en ekki á móti henni. Við vitum hvert við viljum fara. Til að komast þangað þurfum við stjórnsýslu sem virkar – og löggjafarvald sem treystir henni til þess. Höfundur er lögfræðingur Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Orkumál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Á bak við hverja virkjun, hverja jarðvinnu og hverja raflínu liggur langt og strangt ferli skipulags og leyfisveitinga. Í orku- og veitumálum hafa leyfisveitingar og skipulagsmál, á vegum ríkis og sveitarfélaga, orðið að þröskuldi sem hægir á orkuskiptum, fjárfestingum og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Ísland hefur ekki efni á að viðhalda slíku ástandi mikið lengur. Í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur á undanförnum árum verið unnið hörðum höndum að því að móta löggjöf til einföldunar á leyfisveitingaferlum og hafa þó nokkur frumvörp í þá veru farið í gegnum samráð í samráðsgátt stjórnvalda og verið lögð fyrir Alþingi sem lagafrumvörp. Búast má við að á síðustu dögum þingsins verði teknar ákvarðanir um það hvaða þingmál hljóta afgreiðslu og hvaða þingmál þurfa að bíða til næsta vetrar. Þar sem nokkuð góð sátt virðist vera meðal þingflokka um mikilvægi þess að á Íslandi verði hægt að virkja orku til að stuðla að orkuskiptum, viðhalda samkeppnishæfni þjóðarinnar og mæta ört vaxandi samfélagi má ætla, eða að minnsta kosti vona, að þau lagafrumvörp sem snúa að einföldun leyfisveitinga komist í gegnum þingið að þessu sinni. Um alla Evrópu er verið að stíga mikilvæg skref til að tryggja að lönd komist í gegnum orkuskiptin, að kolefnishlutleysi verði náð á næstu áratugum og að Evrópa verði óháð jarðaefnaeldsneyti frá ríkjum sem ekki er hægt að treysta með tilliti til öryggis- og varnarmála. Frá Þýskalandi má finna gott dæmi um raunverulegan árangur í þessum efnum. Þannig tókst Þjóðverjum að margfalda leyfisveitingar fyrir vindorku – úr innan við 2 GW árið 2022 í næstum 15 GW árið 2024. Þetta var ekki tilviljun, heldur afrakstur yfirgripsmikillar lagasetningar og markvissra aðgerða; umsóknarferli voru stytt, ábyrgð skýrð, málsmeðferðarreglur einfaldaðar og endurnýjanleg orka skilgreind sem almannahagsmunamál. Settar voru skýrar kröfur um landnýtingu til að tryggja að land yrði nýtt undir vindorku og sveitarstjórnarstigið tæki ábyrgð og bæri skyldur í þeim efnum. Með breytingum á fjölda laga og skýrri stefnumótun stjórnvalda fór kerfið að virka og leyfi eru nú afgreidd fljótt og örugglega. Á Íslandi eru nú nokkur frumvörp í þinglegri meðferð sem varða einföldun regluverks, rammaáætlun og stjórnsýslu leyfisveitinga. Flest þeirra mála hafa verið í vinnslu í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála síðan á síðasta kjörtímabili og ættu að njóta víðtæks þingsstuðnings. Þá verður að undirstrika að í núverandi kerfi rammaáætlunar er það á ábyrgð þingsins að orkunýtingarflokkkur rammaáætlunar mæti ávallt þörfum þjóðarinnar um orkuframleiðslu og orkuöryggi til lengri tíma. Að samþykkja þessi frumvörp nú – áður en Alþingi fer í sumarhlé – væri tákn um vilja og skynsemi, að stjórnsýsla og lagasetning geti unnið með framtíðarsýn þjóðarinnar, en ekki á móti henni. Við vitum hvert við viljum fara. Til að komast þangað þurfum við stjórnsýslu sem virkar – og löggjafarvald sem treystir henni til þess. Höfundur er lögfræðingur Samorku.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun