Hugleiðingar og skoðanaskipti um rasisma og útlendingahatur Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2025 13:31 Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar