Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir, Hafdís Svansdóttir og Jónína Einarsdóttir skrifa 14. maí 2025 11:00 Allt starfsfólk leikskóla borgarinnar er með 36 stunda vinnuviku miðað við fullt starf. Um þetta var samið í síðustu kjarasamningum hjá Eflingu og Sameyki en þeir sem eru í KÍ eru með vinnutímastyttingu upp á fjóra klukkutíma á viku. Flest börn dvelja í leikskólanum í 40-42,5 tíma á viku svo hér byrjar reikningsdæmið að klikka. Reykjavíkurborg telur að stytting vinnuvikunnar eigi að ganga upp án nokkurs aukakostnaðar og þjónustuskerðingar en við sem störfum í þessu umhverfi vitum að veruleikinn er allt annar. Þjónustuver borgarinnar í Borgartúni er t.d. opið frá kl. 8.30-16 mánudaga til fimmtudaga og frá 8.30-14.30 á föstudögum. Væntanlega tengist þessi skerta þjónusta þeirra við borgarbúa styttingu vinnuvikunnar. Sveitarfélögin í kringum okkur hafa gripið til ýmissa mótvægisaðgerða til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á þeim aðgerðum en það er þó verið að bregðast við stöðunni sem er uppi varðandi mismun á vinnutíma starfsfólks og barna. Þegar starfsmannafjöldi hvers leikskóla er ákveðinn og fjármagni úthlutað til leikskólanna er unnið út frá fyrirframgefnum forsendum eins og barngildistöflu, veikindum starfsmanna, undirbúningstímum, sérkennslutímum o.fl. Barngildin eru fundin eftir aldri og dvalartíma barnanna og miðar t.d. við að einn starfsmaður geti sinnt fjórum ársgömlum börnum og upp í að hver starfsmaður geti sinnt átta fimm ára gömlum börnum. Algengt er að með þessum útreikningum náist að hafa í kringum þrjú full stöðugildi á deild og þá eru gjarnan færri börn á yngri deildum en þeim eldri. Ef miðað er við aldurshreina deild með ársgömlum börnum væru þrír starfsmenn með 12 börn á sama tíma og það væru þrír starfsmenn með 24 fimm ára gömul börn. Ofan á þessi stöðugildi bætist við afleysing vegna kjarasamningsbundinna undirbúningstíma starfsfólks sem og veikindafjarveru. Það getur því bæst við hálft til eitt stöðugildi á deildina eftir fjölda undirbúningstíma. Reykjavíkurborg úthlutar 5,5% af áætluðum stöðugildum í fjarveruafleysingu sem á að dekka veikindi starfsfólks, fjarvistir vegna veikinda barna, orlof tekið utan hefðbundins orlofstíma, námskeiða o.fl. Meðal veikindafjarvistir starfsfólks í leikskólum borgarinnar eru rúmlega 9% og því ljóst að sú upphæð sem er sett í fjarveruafleysingu dugar engan veginn. Ef deild nær að hafa fjögur stöðugildi með allri afleysingu þá er einn starfsmaður að hætta um hádegi fjóra daga vikunnar. Þá eru þrír eftir. Hluta af þeim tíma er mögulega einhver í undirbúningi eða jafnvel fjarverandi vegna veikinda eða annars. Þá eru tveir starfsmenn eftir með barnahópinn og barngildistaflan sem miðað er við þá ekki í gildi og dagurinn á að ganga upp. Hvað gerist þegar svona staða kemur upp? Fyrir utan það að starfsfólk sem er í húsi bindur á sig hlaupaskóna er kjarasamningsbundinn undirbúningstími jafnvel tekinn af starfsmanni og ef viðkomandi er í Félagi leikskólakennara eru þessir tímar unnir utan hefðbundins vinnutíma í yfirvinnu náist ekki að klára umsaminn tíma yfir vikuna. Aðrir hreinlega missa sinn undirbúningstíma. Starfsfólk í hlutastarfi er beðið um að vinna lengur og fá greidda yfirvinnu, þeir sem eru að stytta vinnudaginn eru jafnvel beðnir um að fresta því ef hægt er o.s.frv. Allt er gert áður en skoðað er að fara í fáliðunarferli sem þýðir að börn eru send heim hluta úr degi eða í verstu tilvikum heilan dag ef marga vantar. Þessi ófyrirsjáanleiki er erfiður fyrir foreldra sem eiga kannski von á því að fá símtal um að sækja barnið sitt fyrr stuttu eftir að hafa farið með barnið í leikskólann. Sé mannekla viðvarandi t.d. vegna langtímaveikinda getur þurft að grípa til fáliðunar og hafa leikskólar gripið til þess að loka á hádegi á föstudögum svo ekki bætist stytting vinnuvikunnar ofan á aðra fjarveru starfsfólks. Mannekla í leikskólum borgarinnar er ekki eingöngu komin til vegna styttingar á vinnuvikunni eða að illa gangi að ráða inn starfsfólk. Hún er einnig vegna veikinda starfsfólks og annarrar fjarveru enda ekki óalgengt að það vanti 2-3 starfsmenn daglega og oft er fjarveran meiri. Þegar leikskólastjórnendur eru komnir í þá stöðu að nánast hvern einasta dag vanti eftir hádegið 6-7 starfsmenn er ekki hægt að halda uppi eðlilegu leikskólastarfi. Á sama tíma aukast áskoranir í breyttu skólasamfélagi. Börnum með annað tungumál en íslensku fer fjölgandi og við þurfum að leggja áherslu á að þau læri málið. Einnig hefur hegðunarvandi hjá börnum aukist í leikskólum, líkt og grunnskólum. Hvort tveggja kallar líka á aukna mönnun. Þessi staða bitnar á börnunum og foreldrar eiga ekki að sætta sig við að Reykjavíkurborg hunsi stöðuna og láti sem allt sé í lagi. Það er svo sannarlega ekki allt í lagi og það á ekki að vera þannig að starfsfólkið hlaupi spretthlaup í 36 stundir á viku til að komast heim fjórum tímum fyrr en áður, slíkt álag er ekki hægt að bjóða starfsfólki upp á. Það er ekki í lagi að leikskólinn sé undirmannaður hvern einasta dag vegna styttingar vinnuvikunnar og það er ekki í lagi að koma svona fram við börnin, starfsfólkið og foreldrana. Leikskólastjórnendur í Reykjavík geta ekki unað við þetta ófremdarástand lengu. Ef ekki á að fjármagna styttingu vinnuvikunnar með auknum stöðugildum sem þarf til að leysa þetta svo vel verði þá verður hreinlega að skerða þjónustuna við börnin og foreldrana. Við hvetjum þá sem stjórna leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg til að finna lausn, ekki seinna en strax. Verði ekkert að gert stefnir í að fleiri leikskólar neyðist til að fara í fáliðunaráætlun sem stefnir leikskólamálum í enn meira óefni. Við hvetjum borgina til að taka hugmyndir Starfshóps um breytingar á leikskólakerfinu í Reykjavík til skoðunar og taka orð okkar leikskólastjóra alvarlega um að það er veruleg þörf á breytingum á kerfinu. V ið hvetjum líka ykkur sem eruð foreldrar til að láta í ykkur heyra með því t.d. að spyrja í leikskóla ykkar barns hvernig útfærslan sé á styttingu vinnuvikunnar, hvort það komi fyrir að tveir starfsmenn séu með barnahópinn sem gerir ráð fyrir því að það séu þrír. Öryggi barnanna á að vera í fyrsta sæti. Reykjavíkurborg vill vera í farabroddi í leikskólastarfi en þar hafa bara einfaldlega önnur sveitafélög tekið fram úr okkur og eru að huga að velferð sinna starfsmanna og barna með því að breyta núverandi kerfi þannig að það hlúi betur að fólkinu sem sinnir okkar yngstu íbúum. Fyrir hönd leikskólastjórnenda í Miðborg, Vesturbæ og Hlíðum. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í Nóaborg, Hafdís Svansdóttir, leikskólastjóri í Sæborg, og Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri í Stakkaborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Allt starfsfólk leikskóla borgarinnar er með 36 stunda vinnuviku miðað við fullt starf. Um þetta var samið í síðustu kjarasamningum hjá Eflingu og Sameyki en þeir sem eru í KÍ eru með vinnutímastyttingu upp á fjóra klukkutíma á viku. Flest börn dvelja í leikskólanum í 40-42,5 tíma á viku svo hér byrjar reikningsdæmið að klikka. Reykjavíkurborg telur að stytting vinnuvikunnar eigi að ganga upp án nokkurs aukakostnaðar og þjónustuskerðingar en við sem störfum í þessu umhverfi vitum að veruleikinn er allt annar. Þjónustuver borgarinnar í Borgartúni er t.d. opið frá kl. 8.30-16 mánudaga til fimmtudaga og frá 8.30-14.30 á föstudögum. Væntanlega tengist þessi skerta þjónusta þeirra við borgarbúa styttingu vinnuvikunnar. Sveitarfélögin í kringum okkur hafa gripið til ýmissa mótvægisaðgerða til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á þeim aðgerðum en það er þó verið að bregðast við stöðunni sem er uppi varðandi mismun á vinnutíma starfsfólks og barna. Þegar starfsmannafjöldi hvers leikskóla er ákveðinn og fjármagni úthlutað til leikskólanna er unnið út frá fyrirframgefnum forsendum eins og barngildistöflu, veikindum starfsmanna, undirbúningstímum, sérkennslutímum o.fl. Barngildin eru fundin eftir aldri og dvalartíma barnanna og miðar t.d. við að einn starfsmaður geti sinnt fjórum ársgömlum börnum og upp í að hver starfsmaður geti sinnt átta fimm ára gömlum börnum. Algengt er að með þessum útreikningum náist að hafa í kringum þrjú full stöðugildi á deild og þá eru gjarnan færri börn á yngri deildum en þeim eldri. Ef miðað er við aldurshreina deild með ársgömlum börnum væru þrír starfsmenn með 12 börn á sama tíma og það væru þrír starfsmenn með 24 fimm ára gömul börn. Ofan á þessi stöðugildi bætist við afleysing vegna kjarasamningsbundinna undirbúningstíma starfsfólks sem og veikindafjarveru. Það getur því bæst við hálft til eitt stöðugildi á deildina eftir fjölda undirbúningstíma. Reykjavíkurborg úthlutar 5,5% af áætluðum stöðugildum í fjarveruafleysingu sem á að dekka veikindi starfsfólks, fjarvistir vegna veikinda barna, orlof tekið utan hefðbundins orlofstíma, námskeiða o.fl. Meðal veikindafjarvistir starfsfólks í leikskólum borgarinnar eru rúmlega 9% og því ljóst að sú upphæð sem er sett í fjarveruafleysingu dugar engan veginn. Ef deild nær að hafa fjögur stöðugildi með allri afleysingu þá er einn starfsmaður að hætta um hádegi fjóra daga vikunnar. Þá eru þrír eftir. Hluta af þeim tíma er mögulega einhver í undirbúningi eða jafnvel fjarverandi vegna veikinda eða annars. Þá eru tveir starfsmenn eftir með barnahópinn og barngildistaflan sem miðað er við þá ekki í gildi og dagurinn á að ganga upp. Hvað gerist þegar svona staða kemur upp? Fyrir utan það að starfsfólk sem er í húsi bindur á sig hlaupaskóna er kjarasamningsbundinn undirbúningstími jafnvel tekinn af starfsmanni og ef viðkomandi er í Félagi leikskólakennara eru þessir tímar unnir utan hefðbundins vinnutíma í yfirvinnu náist ekki að klára umsaminn tíma yfir vikuna. Aðrir hreinlega missa sinn undirbúningstíma. Starfsfólk í hlutastarfi er beðið um að vinna lengur og fá greidda yfirvinnu, þeir sem eru að stytta vinnudaginn eru jafnvel beðnir um að fresta því ef hægt er o.s.frv. Allt er gert áður en skoðað er að fara í fáliðunarferli sem þýðir að börn eru send heim hluta úr degi eða í verstu tilvikum heilan dag ef marga vantar. Þessi ófyrirsjáanleiki er erfiður fyrir foreldra sem eiga kannski von á því að fá símtal um að sækja barnið sitt fyrr stuttu eftir að hafa farið með barnið í leikskólann. Sé mannekla viðvarandi t.d. vegna langtímaveikinda getur þurft að grípa til fáliðunar og hafa leikskólar gripið til þess að loka á hádegi á föstudögum svo ekki bætist stytting vinnuvikunnar ofan á aðra fjarveru starfsfólks. Mannekla í leikskólum borgarinnar er ekki eingöngu komin til vegna styttingar á vinnuvikunni eða að illa gangi að ráða inn starfsfólk. Hún er einnig vegna veikinda starfsfólks og annarrar fjarveru enda ekki óalgengt að það vanti 2-3 starfsmenn daglega og oft er fjarveran meiri. Þegar leikskólastjórnendur eru komnir í þá stöðu að nánast hvern einasta dag vanti eftir hádegið 6-7 starfsmenn er ekki hægt að halda uppi eðlilegu leikskólastarfi. Á sama tíma aukast áskoranir í breyttu skólasamfélagi. Börnum með annað tungumál en íslensku fer fjölgandi og við þurfum að leggja áherslu á að þau læri málið. Einnig hefur hegðunarvandi hjá börnum aukist í leikskólum, líkt og grunnskólum. Hvort tveggja kallar líka á aukna mönnun. Þessi staða bitnar á börnunum og foreldrar eiga ekki að sætta sig við að Reykjavíkurborg hunsi stöðuna og láti sem allt sé í lagi. Það er svo sannarlega ekki allt í lagi og það á ekki að vera þannig að starfsfólkið hlaupi spretthlaup í 36 stundir á viku til að komast heim fjórum tímum fyrr en áður, slíkt álag er ekki hægt að bjóða starfsfólki upp á. Það er ekki í lagi að leikskólinn sé undirmannaður hvern einasta dag vegna styttingar vinnuvikunnar og það er ekki í lagi að koma svona fram við börnin, starfsfólkið og foreldrana. Leikskólastjórnendur í Reykjavík geta ekki unað við þetta ófremdarástand lengu. Ef ekki á að fjármagna styttingu vinnuvikunnar með auknum stöðugildum sem þarf til að leysa þetta svo vel verði þá verður hreinlega að skerða þjónustuna við börnin og foreldrana. Við hvetjum þá sem stjórna leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg til að finna lausn, ekki seinna en strax. Verði ekkert að gert stefnir í að fleiri leikskólar neyðist til að fara í fáliðunaráætlun sem stefnir leikskólamálum í enn meira óefni. Við hvetjum borgina til að taka hugmyndir Starfshóps um breytingar á leikskólakerfinu í Reykjavík til skoðunar og taka orð okkar leikskólastjóra alvarlega um að það er veruleg þörf á breytingum á kerfinu. V ið hvetjum líka ykkur sem eruð foreldrar til að láta í ykkur heyra með því t.d. að spyrja í leikskóla ykkar barns hvernig útfærslan sé á styttingu vinnuvikunnar, hvort það komi fyrir að tveir starfsmenn séu með barnahópinn sem gerir ráð fyrir því að það séu þrír. Öryggi barnanna á að vera í fyrsta sæti. Reykjavíkurborg vill vera í farabroddi í leikskólastarfi en þar hafa bara einfaldlega önnur sveitafélög tekið fram úr okkur og eru að huga að velferð sinna starfsmanna og barna með því að breyta núverandi kerfi þannig að það hlúi betur að fólkinu sem sinnir okkar yngstu íbúum. Fyrir hönd leikskólastjórnenda í Miðborg, Vesturbæ og Hlíðum. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í Nóaborg, Hafdís Svansdóttir, leikskólastjóri í Sæborg, og Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri í Stakkaborg.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar