Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2025 08:00 Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun