Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar 11. maí 2025 07:02 Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun