Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 12. janúar 2022 09:01 Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Bítið Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Tengdar fréttir Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57 Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Inga fór hamförum sem svo oft áður en í þetta sinn virtist hún hafa skilið „orðavalssíuna“ og alla mannasiði eftir heima. Síendurtekið talaði hún bæði ofan í og niður til þáttastjórnenda með því að kalla þá oftar en einu sinni treggáfaða, einfaldlega vegna þess þeir spurðu hana spurninga sem henni virtist finnast fyrir neðan sína virðingu að svara. Ýmislegt fleira lét hún frá sér sem ég ætla svo sem ekki að tíunda hér því það er kannski ekki aðalatriðið að mínu mati. Á mikilvægum merkistímum þar sem konur hafa sett fótinn niður og sagt „hingað og ekki lengra, nú segjum við frá“ og rutt af stað breytingum í þjóðfélaginu, bæði hugarfarslega og í verki sem hefur krafist hugrekkis, staðfestu og mótbyrs, sem ég hef sjálf tekið þátt í með því að stíga fram og segja frá, er mikilvægt að geta speglað hlutina svo menn tapi ekki áttum. Meðan á svívirðingum og niðurtali Ingu stóð, virtust þáttastjórnendur taka þessu létt, hlógu mikið og kölluðu þetta hina bestu skemmtun. Kannski fannst þeim það í raun og veru. Kannski voru þeir bara að halda andliti þegar þeir spurðu hana hvað væri eiginlega í kaffinu sem hún væri að drekka. Kannski voru þeir bara ekkert að pæla í þessu yfir höfuð. Viðtalið vakti býsna athygli en kommentakerfin virtust frekar samþykkja hegðun þingmannsins en hitt. Sem er einmitt það sem mér finnst merkilegast. Hvað ef aðstæðurnar í viðtalinu hefðu verið öðruvísi? Hvað ef Inga Sæland hefði verið karlmaður, þáttastjórnendurnir tveir verið kvenmenn og sömu orð verið notuð í þeirra garð? Ég leyfi mér að halda því fram að hin samfélagslegu viðbrögð hefðu orðið töluvert harkalegri. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur að eru þessar. Skiptir máli hvort undir okkur sé píka eða pungur þegar kemur að framkomu, mannasiðum og málefnalegri orðræðu? Skipta kynfæri máli þegar um er að ræða helvítis dónaskap og dólgshátt? Höfundur situr í 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. 11. janúar 2022 10:57
Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. 11. janúar 2022 14:03
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun