Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar 21. nóvember 2025 09:31 Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kristín Thoroddsen Umferð Vegagerð Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun