StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar 6. mars 2025 12:31 Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar