Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar 2. maí 2025 15:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun