Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir, Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir og Sandra Dís Sigurðardóttir skrifa 27. apríl 2025 21:00 Kæri heilbrigðisráðherra, Við stöndum frammi fyrir alvarlegri og vaxandi áskorun í geðheilbrigðismálum. Mikilvægum úrræðum er lokað, biðlistar lengjast, fólk fær í mörgum tilfellum ekki þjónustu fyrr en það er komið í mikinn vanda og heilbrigðisstarfsfólk vinnur við sífelldan niðurskurð og auknar kröfur. Þrátt fyrir stefnur í geðheilbrigðismálum, aðgerðaráætlun til ársins 2027 og margítrekuð loforð, nú síðast í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar virðast breytingar ekki ganga eftir. Í stað þess að fyrirbyggja vanda, vinnur kerfið oftast við að slökkva elda og það kostar okkur dýrmæt lífsgæði og mikinn fjárhagslegan og samfélagslegan kostnað. Geðheilbrigðisþjónusta á ekki að vera undirflokkur heilbrigðiskerfisins. Hún er mikilvægur og ómissandi hluti af heilbrigðiskerfinu rétt eins og meðferð við líkamlegum veikindum. Ef fólk fær ekki viðeigandi aðstoð þegar þörf er á getur það haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Hvað er iðjuþjálfun og hvers vegna skiptir hún máli? Iðjuþjálfar ljúka fjögurra ára háskólanámi í heilbrigðisvísindum sem er einungis kennt við Háskólann á Akureyri. Námið skiptist í þriggja ára BSc. nám og eins árs starfsréttindanám til diplómu á meistarastigi. Starfsheitið iðjuþjálfi er lögverndað og veitt af Embætti landlæknis. Þeir starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Sérhæfing iðjuþjálfa felur í sér að styðja fólk við að takast á við daglegt líf og auka þátttöku í merkingarbærri iðju, þ.e. athöfnum sem skipta einstaklinginn máli, hvort sem það er sjálfsumönnun, vinna, nám, félagslíf, tómstundir eða hlutverk innan fjölskyldu og samfélags. Iðjuþjálfar á öllum stigum geðheilbrigðisþjónustu Það vekur áhyggjur okkar hversu fáir iðjuþjálfar starfa á fyrsta og öðru stigi geðheilbrigðisþjónustu, þar sem lögð er áhersla á forvarnir og snemmtæka íhlutun. Á þriðja stigi geðheilbrigðisþjónustu, þar sem unnið er með alvarleg veikindi og flókna þjónustuþörf gegna iðjuþjálfar mikilvægu hlutverki, bæði á Landspítalanum og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem iðjuþjálfun á sér langa sögu. Þeir einstaklingar sem leita sér þar aðstoðar hafa oft þegar farið í gegnum fyrsta og annað stig þjónustunnar án þess að ná nægum bata. Á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa iðjuþjálfar starfað í áraraðir með skjólstæðingum að því að viðhalda og endurheimta færni í daglegu lífi, auka virkni og styðja við þátttöku í samfélaginu. Þeir leiða hópmeðferðir, veita einstaklingsviðtöl, leggja mat á umhverfi skjólstæðinga og undirbúa þá fyrir útskrift með aukið sjálfstæði og lífsgæði að leiðarljósi. En til þess að ná raunverulegum árangri í geðheilbrigðisþjónustu þarf að tryggja að iðjuþjálfar séu sýnilegir og virkir þátttakendur á öllum stigum þjónustunnar, ekki síst á fyrsta og öðru stigi. Með því að hafa aðkomu iðjuþjálfa snemma í ferlinu, til dæmis á heilsugæslu, í leik- og grunnskólum, félagsþjónustu og öðrum forvarnartengdum vettvöngum, skapast tækifæri til að grípa fólk áður en vandi eykst. Hvað er snemmtæk íhlutun? Snemmtæk íhlutun í geðheilbrigðisþjónustu felur í sér að veita stuðning og úrræði á fyrstu stigum geðrænna áskoranna, áður en þau verða alvarleg eða langvarandi. Þetta á við um bæði börn, ungmenni og fullorðna sem sýna fyrstu einkenni eins og kvíða, depurð, streitu eða félagslega einangrun. Snemmtæk íhlutun iðjuþjálfa getur skilað verulegum heilsuhagfræðilegum ávinningi, þar sem hún getur dregið úr líkum á að einstaklingar þurfi bráða- eða innlagnarþjónustu á þriðja stigi geðheilbrigðisþjónustu, sem er mun kostnaðarsamari. Með því að grípa snemma inn í má auka líkur á bata, minnka þörf fyrir innlögn og lyfjameðferð, draga úr félagslegum afleiðingum eins og brottfalli úr skóla eða vinnu og lækka kostnað fyrir einstaklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Að bíða með geðheilbrigðisþjónustu þar til einstaklingur er í miklum vanda er eins og að vökva plöntu aðeins þegar hún er að visna. Ef við sinnum ekki moldinni, birtunni og vatninu strax á plantan erfitt með að dafna. Kæri heilbrigðisráðherra – nú er tíminn til að bregðast við Ef við ætlum að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu sem virkar þarf að tryggja að allir þættir kerfisins vinni saman, frá snemmtækri íhlutun til sérhæfðrar þjónustu. Við hvetjum til þess að horft verði til framtíðar og iðjuþjálfar verði nýttir markvisst á öllum stigum geðheilbrigðisþjónustunnar og að tryggt verði betra aðgengi að sérhæfðri fagþekkingu í nærumhverfi fólks. Með því má styðja við einstaklinga fyrr í ferlinu og bæta árangur þjónustunnar í heild. Höfundar eru með BSc í iðjuþjálfunarfræði og eru að ljúka starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Heimildir og stuðningsefni: Das, J. K., Salam, R. A., Lassi, Z. S., Khan, M. N., Mahmood, W., Patel, V. og Bhutta, Z. A. (2016). Interventions for adolescent mental health: An overview of systematic reviews. Journal of Adolescent Health, 59(4), 49-60. https://doi.org/10.1016/j.jadohealth.2016.06.020 Guðrún Pálmadóttir, Kristjana Fenger, Þóra Leósdóttir og Snæfríður Egilson. (2024). Saga fags og fræða II: Iðjuþjálfun á Íslandi 1997-2024. Iðjuþjálfinn, 45(1), 45-53. https://www.ii.is/media/idjuthjalfinn/Idjuthalfinn_2024_loka_2.pdf Lannigan, E. G. og Noyes, S. (2019). Occupational therapy interventions for adults living with serious mental illness. The American Journal of Occupational Therapy, 73, e7305395010. https://doi.org/10.5014/ajot.2019.735001 Ríkisendurskoðun. (2022). Geðheilbrigðisþjónusta: Stefna - skipulag - kostnaður - árangur.https://www.rikisend.is/reskjol/files/Skyrslur/2022-gedheilbrigdismal.pdf?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR7glUbPWdo9YizJPSAmOCSw58L-maBBSHhLhr1RFcNT7qORE4A8_N_8F2qr_g_aem_22dzZaffQWLQi3Gmu266oA Stjórnarráð Íslands. (2024). Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.https://www.stjornarradid.is/library/05-Rikisstjorn/Stjornarsattmali-S-C-F-21-desember-2024.pdf Thomas, E. C., Read, H., Neumann, N., Zagorac, S., Taylor, C., Kramer, I., Fisher, R. M. og De Angelis, T. (2022). Implementation of occupational therapy within early intervention in psychosis services: Results from a national survey. Early Intervention in Psychiatry, 17(7), 652-661. https://doi.org/10.1111/eip.13359 Victoria Department of Health. (2021). Early intervention in mental illness.https://www.health.vic.gov.au/prevention-and-promotion/early-intervention-in-mental-illness Warner, A. R., Lavagnino, L., Glazier, S., Hamilton, J. og Lane, S. D. (2022). Inpatient early intervention for serious mental illnesses is associated with fewer rehospitalizations compared with treatment as usual in a high-volume public psychiatric hospital setting. Journal of Psychiatric Practice, 28(1), 24-35. https://doi.org/10.1097/pra.0000000000000596 Þingskjal nr. 1081/2017-2018. Skýrsla heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar. Þingskjal nr. 1912/2022-2023. Þingsályktun um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri heilbrigðisráðherra, Við stöndum frammi fyrir alvarlegri og vaxandi áskorun í geðheilbrigðismálum. Mikilvægum úrræðum er lokað, biðlistar lengjast, fólk fær í mörgum tilfellum ekki þjónustu fyrr en það er komið í mikinn vanda og heilbrigðisstarfsfólk vinnur við sífelldan niðurskurð og auknar kröfur. Þrátt fyrir stefnur í geðheilbrigðismálum, aðgerðaráætlun til ársins 2027 og margítrekuð loforð, nú síðast í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar virðast breytingar ekki ganga eftir. Í stað þess að fyrirbyggja vanda, vinnur kerfið oftast við að slökkva elda og það kostar okkur dýrmæt lífsgæði og mikinn fjárhagslegan og samfélagslegan kostnað. Geðheilbrigðisþjónusta á ekki að vera undirflokkur heilbrigðiskerfisins. Hún er mikilvægur og ómissandi hluti af heilbrigðiskerfinu rétt eins og meðferð við líkamlegum veikindum. Ef fólk fær ekki viðeigandi aðstoð þegar þörf er á getur það haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Hvað er iðjuþjálfun og hvers vegna skiptir hún máli? Iðjuþjálfar ljúka fjögurra ára háskólanámi í heilbrigðisvísindum sem er einungis kennt við Háskólann á Akureyri. Námið skiptist í þriggja ára BSc. nám og eins árs starfsréttindanám til diplómu á meistarastigi. Starfsheitið iðjuþjálfi er lögverndað og veitt af Embætti landlæknis. Þeir starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Sérhæfing iðjuþjálfa felur í sér að styðja fólk við að takast á við daglegt líf og auka þátttöku í merkingarbærri iðju, þ.e. athöfnum sem skipta einstaklinginn máli, hvort sem það er sjálfsumönnun, vinna, nám, félagslíf, tómstundir eða hlutverk innan fjölskyldu og samfélags. Iðjuþjálfar á öllum stigum geðheilbrigðisþjónustu Það vekur áhyggjur okkar hversu fáir iðjuþjálfar starfa á fyrsta og öðru stigi geðheilbrigðisþjónustu, þar sem lögð er áhersla á forvarnir og snemmtæka íhlutun. Á þriðja stigi geðheilbrigðisþjónustu, þar sem unnið er með alvarleg veikindi og flókna þjónustuþörf gegna iðjuþjálfar mikilvægu hlutverki, bæði á Landspítalanum og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem iðjuþjálfun á sér langa sögu. Þeir einstaklingar sem leita sér þar aðstoðar hafa oft þegar farið í gegnum fyrsta og annað stig þjónustunnar án þess að ná nægum bata. Á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa iðjuþjálfar starfað í áraraðir með skjólstæðingum að því að viðhalda og endurheimta færni í daglegu lífi, auka virkni og styðja við þátttöku í samfélaginu. Þeir leiða hópmeðferðir, veita einstaklingsviðtöl, leggja mat á umhverfi skjólstæðinga og undirbúa þá fyrir útskrift með aukið sjálfstæði og lífsgæði að leiðarljósi. En til þess að ná raunverulegum árangri í geðheilbrigðisþjónustu þarf að tryggja að iðjuþjálfar séu sýnilegir og virkir þátttakendur á öllum stigum þjónustunnar, ekki síst á fyrsta og öðru stigi. Með því að hafa aðkomu iðjuþjálfa snemma í ferlinu, til dæmis á heilsugæslu, í leik- og grunnskólum, félagsþjónustu og öðrum forvarnartengdum vettvöngum, skapast tækifæri til að grípa fólk áður en vandi eykst. Hvað er snemmtæk íhlutun? Snemmtæk íhlutun í geðheilbrigðisþjónustu felur í sér að veita stuðning og úrræði á fyrstu stigum geðrænna áskoranna, áður en þau verða alvarleg eða langvarandi. Þetta á við um bæði börn, ungmenni og fullorðna sem sýna fyrstu einkenni eins og kvíða, depurð, streitu eða félagslega einangrun. Snemmtæk íhlutun iðjuþjálfa getur skilað verulegum heilsuhagfræðilegum ávinningi, þar sem hún getur dregið úr líkum á að einstaklingar þurfi bráða- eða innlagnarþjónustu á þriðja stigi geðheilbrigðisþjónustu, sem er mun kostnaðarsamari. Með því að grípa snemma inn í má auka líkur á bata, minnka þörf fyrir innlögn og lyfjameðferð, draga úr félagslegum afleiðingum eins og brottfalli úr skóla eða vinnu og lækka kostnað fyrir einstaklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Að bíða með geðheilbrigðisþjónustu þar til einstaklingur er í miklum vanda er eins og að vökva plöntu aðeins þegar hún er að visna. Ef við sinnum ekki moldinni, birtunni og vatninu strax á plantan erfitt með að dafna. Kæri heilbrigðisráðherra – nú er tíminn til að bregðast við Ef við ætlum að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu sem virkar þarf að tryggja að allir þættir kerfisins vinni saman, frá snemmtækri íhlutun til sérhæfðrar þjónustu. Við hvetjum til þess að horft verði til framtíðar og iðjuþjálfar verði nýttir markvisst á öllum stigum geðheilbrigðisþjónustunnar og að tryggt verði betra aðgengi að sérhæfðri fagþekkingu í nærumhverfi fólks. Með því má styðja við einstaklinga fyrr í ferlinu og bæta árangur þjónustunnar í heild. Höfundar eru með BSc í iðjuþjálfunarfræði og eru að ljúka starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Heimildir og stuðningsefni: Das, J. K., Salam, R. A., Lassi, Z. S., Khan, M. N., Mahmood, W., Patel, V. og Bhutta, Z. A. (2016). Interventions for adolescent mental health: An overview of systematic reviews. Journal of Adolescent Health, 59(4), 49-60. https://doi.org/10.1016/j.jadohealth.2016.06.020 Guðrún Pálmadóttir, Kristjana Fenger, Þóra Leósdóttir og Snæfríður Egilson. (2024). Saga fags og fræða II: Iðjuþjálfun á Íslandi 1997-2024. Iðjuþjálfinn, 45(1), 45-53. https://www.ii.is/media/idjuthjalfinn/Idjuthalfinn_2024_loka_2.pdf Lannigan, E. G. og Noyes, S. (2019). Occupational therapy interventions for adults living with serious mental illness. The American Journal of Occupational Therapy, 73, e7305395010. https://doi.org/10.5014/ajot.2019.735001 Ríkisendurskoðun. (2022). Geðheilbrigðisþjónusta: Stefna - skipulag - kostnaður - árangur.https://www.rikisend.is/reskjol/files/Skyrslur/2022-gedheilbrigdismal.pdf?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR7glUbPWdo9YizJPSAmOCSw58L-maBBSHhLhr1RFcNT7qORE4A8_N_8F2qr_g_aem_22dzZaffQWLQi3Gmu266oA Stjórnarráð Íslands. (2024). Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.https://www.stjornarradid.is/library/05-Rikisstjorn/Stjornarsattmali-S-C-F-21-desember-2024.pdf Thomas, E. C., Read, H., Neumann, N., Zagorac, S., Taylor, C., Kramer, I., Fisher, R. M. og De Angelis, T. (2022). Implementation of occupational therapy within early intervention in psychosis services: Results from a national survey. Early Intervention in Psychiatry, 17(7), 652-661. https://doi.org/10.1111/eip.13359 Victoria Department of Health. (2021). Early intervention in mental illness.https://www.health.vic.gov.au/prevention-and-promotion/early-intervention-in-mental-illness Warner, A. R., Lavagnino, L., Glazier, S., Hamilton, J. og Lane, S. D. (2022). Inpatient early intervention for serious mental illnesses is associated with fewer rehospitalizations compared with treatment as usual in a high-volume public psychiatric hospital setting. Journal of Psychiatric Practice, 28(1), 24-35. https://doi.org/10.1097/pra.0000000000000596 Þingskjal nr. 1081/2017-2018. Skýrsla heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og framkvæmd geðheilbrigðisáætlunar. Þingskjal nr. 1912/2022-2023. Þingsályktun um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun