Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. apríl 2025 07:15 Fjárfestar í kauphöllinni í New York fylgjast spenntir með nýjustu upplýsingum frá forsetanum sem hefur margoft skipt um kúrs á síðustu dögum. AP Photo/Seth Wenig Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna. Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna.
Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira