Viðskipti erlent

Paramount ber víurnar í Warner Bros

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrirtækin tvö eru talin risar á sviði fjölmiðla og afþreyingar.
Fyrirtækin tvö eru talin risar á sviði fjölmiðla og afþreyingar. EPA

Forsvarsmenn Paramount Skydance hafa í nokkrar vikur reynt að sameina félagið við Warner Bros. Discovery. Sá samruni myndi skapa eitt stærsta og öflugasta skemmtanaafurðafyrirtæki heimsins.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal leituðu stjórnendur Paramount fyrst til stjórnenda Warner í september og buðust til að kaupa félagið og sameina það við Paramount. Var það eftir að fregnir bárust af óformlegum samrunaviðræðum árið 2023.

Sjá einnig: Ræddu samruna Warner og Paramount

Samkvæmt heimildum WSJ hefur David Zaslav, yfirmaður Warner Bros. gefið til kynna við fólk í einrúmi að félagið sé ekki til sölu. Áhuginn er þó til staðar Paramount megin.

Bæði fyrirtækin eru taldir risar á sviði fjölmiðla og framleiðslu afþreyingarefnis en Warner á til að mynda CNN, TNT HBO og fleiri stöðvar auk streymisveitunnar HBO Max. Paramount á samnefnt kvikmyndaframleiðendafyrirtæki og fjölda sjónvarpsstöðva eins og MTV, Comedy Central og CBS, auk þess sem fyrirtækið rekur streymisveituna Paramount +.

Sjá einnig: Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur

Með samruna yrðu fréttastofur CBS og CNN reknar undir sama þakinu. Fyrirtækin reka einnig bæði kvikmyndatökuver og eiga mörg af þekktustu vörumerkjum heims þegar kemur að kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Þar að auki eiga bæði fyrirtækin sýningarrétt í öllum helstu íþróttum Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl

Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni.

Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show

Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show.

HBO Max streymisveitan komin til Íslands

Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×