Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 10:53 Uppsagnirnar gætu náð til allt að þrjátíu þúsund starfsmanna. AP/Rogelio V. Solis Forsvarsmenn Amazon tilkynntu í gær umfangsmiklar uppsagnir sem eiga að hefjast í dag. Til stendur að segja upp allt að þrjátíu þúsund manns. Með þessu vilja forsvarsmenn Amazon draga úr kostnaði og spara peninga en til stendur að fara í umfangsmikla notkun róbóta. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er búist við því að uppsagnirnar muni ná til svo gott sem allra deilda þessa risavaxna fyrirtækis. Svipaðar aðgerðir eru sagðar yfirstandandi eða í undirbúningi víða um Bandaríkin þessa dagana, þar sem forsvarsmenn fyrirtækja leita leiða til að draga úr kostnaði. Hækkandi verðlag, skortur á starfsfólki og sífellt breytilegar tollaaðstæður eru sagðar meðal ástæðna þess að forsvarsmenn fyrirtækja reyna að herða beltisólarnar, með vonum um að það komi ekki niður á vexti. Innan veggja Amazon er litið á uppsagnir sem framhald uppsagna 2022, þegar um 27 þúsund starfsmönnum var sagt upp. Um sé að ræða leiðréttingu á gífurlegri stækkun sem varð á Covid-tímabilinu, þegar mikil aukning varð á netkaupum og Amazon réð fólk í massavís til að standast aukna eftirspurn. Róbótar í stað fólks New York Times sagði frá því á dögunum að frá 2018 til dagsins í dag hefði fjöldi starfsmanna Amazon í Bandaríkjunum þrefaldast og rúmlega það. Þar vinni nú um 1,2 milljónir manna. Leiðtogar Amazon sjá samt fyrir sér skipta út stórum hluta starfsmanna þeirra fyrir róbóta á komandi árum. Að fyrir árið 2033 gætu róbótar leyst af rúmlega sex hundruð þúsund manns, sem annaðhvort vinna nú þegar fyrir fyrirtækið eða óþarfi verður að ráða. Markmiðið er að gera um 75 prósent af starfsemi Amazon sjálfvirka. Í yfirlýsingu vegna fréttar NYT sagði talsmaður Amazon að gögnin sem fréttin byggði á sýndu ekki heildarmyndina. Vísaði talsmaðurinn meðal annars til þess að til stæði að ráða um 250 þúsund manns til Amazon vegna anna yfir hátíðarnar en ekki var sagt hve mörg þessara starfa ættu að vera tímabundin. Þetta var nokkrum dögum áður en áðurnefndar uppsagnir voru tilkynntar. Amazon Bandaríkin Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samkvæmt frétt Wall Street Journal er búist við því að uppsagnirnar muni ná til svo gott sem allra deilda þessa risavaxna fyrirtækis. Svipaðar aðgerðir eru sagðar yfirstandandi eða í undirbúningi víða um Bandaríkin þessa dagana, þar sem forsvarsmenn fyrirtækja leita leiða til að draga úr kostnaði. Hækkandi verðlag, skortur á starfsfólki og sífellt breytilegar tollaaðstæður eru sagðar meðal ástæðna þess að forsvarsmenn fyrirtækja reyna að herða beltisólarnar, með vonum um að það komi ekki niður á vexti. Innan veggja Amazon er litið á uppsagnir sem framhald uppsagna 2022, þegar um 27 þúsund starfsmönnum var sagt upp. Um sé að ræða leiðréttingu á gífurlegri stækkun sem varð á Covid-tímabilinu, þegar mikil aukning varð á netkaupum og Amazon réð fólk í massavís til að standast aukna eftirspurn. Róbótar í stað fólks New York Times sagði frá því á dögunum að frá 2018 til dagsins í dag hefði fjöldi starfsmanna Amazon í Bandaríkjunum þrefaldast og rúmlega það. Þar vinni nú um 1,2 milljónir manna. Leiðtogar Amazon sjá samt fyrir sér skipta út stórum hluta starfsmanna þeirra fyrir róbóta á komandi árum. Að fyrir árið 2033 gætu róbótar leyst af rúmlega sex hundruð þúsund manns, sem annaðhvort vinna nú þegar fyrir fyrirtækið eða óþarfi verður að ráða. Markmiðið er að gera um 75 prósent af starfsemi Amazon sjálfvirka. Í yfirlýsingu vegna fréttar NYT sagði talsmaður Amazon að gögnin sem fréttin byggði á sýndu ekki heildarmyndina. Vísaði talsmaðurinn meðal annars til þess að til stæði að ráða um 250 þúsund manns til Amazon vegna anna yfir hátíðarnar en ekki var sagt hve mörg þessara starfa ættu að vera tímabundin. Þetta var nokkrum dögum áður en áðurnefndar uppsagnir voru tilkynntar.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira