Viðskipti erlent

Zucker­berg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens

Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta.

Viðskipti erlent

Breska stjórnin sam­þykkir að efla London City-flugvöll

Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun sem felur í sér að farþegum um London City-flugvöll fjölgar úr 6,5 milljónum á ári upp í níu milljónir farþega á ári fyrir árið 2031. Þetta gerist með því að fleiri flugferðir verða leyfðar snemma á morgnana virka daga vikunnar. Ósk um rýmkun opnunartíma vallarins á laugardögum var hins vegar hafnað.

Viðskipti erlent

Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann

Alþjóðlegt eyðsluæði Sádiaraba er sagt byrjað að renna af þeim og setja þeir nú ríkari skilyrði um að fjárfestingar þjóðarsjóðs þeirra skili sér heima fyrir. Sjóðurinn hefur veitt milljörðum og milljarða ofan víða um heim á undanförnum árum.

Viðskipti erlent

Susan Wojcicki er látin

Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum.

Viðskipti erlent

Hluta­bréfin ruku aftur upp degi eftir hrun

Nikkei-hlutabréfavísitalan japanska skaust upp um rúm tíu stig í dag, aðeins sólarhring eftir mesta hrun hennar í hátt í fjóra áratugi sem skók vestræna hlutabréfamarkaði. Aðrir asískir markaðir tóku einnig við sér eftir minni lækkun.

Viðskipti erlent

Taylor Swift talin valda verð­bólgu í Bret­landi

Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið.

Viðskipti erlent

Kjarnorkubréf Einsteins til sölu

Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það.

Viðskipti erlent

Lætur mál gegn OpenAI niður falla

Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019

Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023.

Viðskipti erlent

Bein út­sending: Fjórða flug­ferð Starship

Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Fyrstu tvær tilraunirnar með þetta risastóra geimfar og eldflaug enduðu með stórum sprengingum. Í þriðju tilraun heppnaðist geimskotið vel, geimfarið Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Áhugevert verður að sjá hvernig fer um geimferð þessa. 

Viðskipti erlent

Prufa að neyða not­endur til að horfa á aug­lýsingar

Samfélagsmiðillinn Instagram prufukeyrir nú nýtt viðmót á miðlinum sem neyðir notendur til að horfa á auglýsingar til að halda áfram að nota forritið. Áður fyrr gátu notendur skrunað fram hjá auglýsingum sem birtust þeim en það gæti heyrt sögunni til með nýrri uppfærslu.

Viðskipti erlent

Vilja rann­saka meint sam­ráð með OPEC

Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til.

Viðskipti erlent

Dagar Workplace eru taldir

Meta, móðurfélag Facebook og fjölda annarra samfélagsmiðla, hefur tilkynnt að Workplace verði lokað. Félagið ætli að einbeita sér að þróun gervigreindar og svokallaðs Metaverse í staðinn.

Viðskipti erlent