Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Stjórnarformaður Vélfags segist ekki hafa beinar upplýsingar um að reynt hafi verið að stofna nýtt félag fyrir starfsemina eftir að fjármunir þess voru frystir. Hann hafi fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvum fyrirtækisins að beiðni eigenda þess. Lögmaður Vélfags segir fréttir um slíkt „þvælu“. Innlent 29.1.2026 14:49
Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Hagar hafa ráðið Sesselíu Birgisdóttur til að leiða nýtt svið innan samstæðunnar, viðskiptavild, upplifun og miðlun. Í tilkynningu segir að með stofnun sviðsins sé stigið mikilvægt skref í áframhaldandi þróun Haga með aukinni áherslu á upplifun viðskiptavina, nýjar tekjuleiðir og markvissa miðlun. Viðskipti innlent 29.1.2026 12:44
Íslandsbanki leysir til sín allt hlutafé í Hringrás Endurvinnslufyrirtækið Hringrás, sem er að stórum hluta óbeint í eigu lífeyrissjóða, hefur verið yfirtekið af Íslandsbanka en rekstur þess hefur gengið fremur erfiðlega samtímis talsverðri skuldsetningu. Stutt er síðan til stóð að selja félagið fyrir milljarða en þau viðskipti féllu niður. Innherji 29.1.2026 11:26
Hrund kemur ný inn í stjórn Dranga Á nýafstöðnum hluthafafundi Dranga, nýtt félag á smásölumarkaði og er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, var Hrund Rudolfsdóttir kjörin í stjórn en hún var áður forstjóri Veritas og er stjórnarmaður í nokkrum skráðum fyrirtækjum. Innherjamolar 26. janúar 2026 12:39
Halda til loðnuveiða í kvöld Reiknað er með því að tvö skip haldi til loðnuveiða frá Neskaupstað í kvöld, Barði NK frá Síldarvinnslunni og grænlenska skipið Polar Amaroq. Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu vertíðarinnar til Neskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag. Viðskipti innlent 26. janúar 2026 12:14
Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Meðal þeirra sem þegar hafa greitt fyrir hlutafé eru Íslandsbanki, Ísfélagið og Vinnslustöðin. Viðskipti innlent 26. janúar 2026 11:35
Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Þegar rafrænar ljósvakamælingar Gallup fyrir árið 2025 eru skoðaðar sést að Bylgjan á 45 af 50 mest hlustuðu klukkustundum ársins í útvarpi í aldursflokknum 12-80 ára. Bylgjan á auk þess 58 af 60 mest hlustuðu klukkustundunum í aldursflokknum 18-49 ára. Samstarf 26. janúar 2026 09:08
„Ekki mikill vilji“ meðal hluthafa að samruninn við Skaga klárist óbreyttur Nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka telur „allt í lagi líkur“ á því á að boðaður samruni við Skaga muni klárast, en tekur hins vegar fram að hann telji að það sé „ekki mikill vilji“ fyrir því á meðal hluthafa að viðskiptin muni ganga í gegn óbreytt frá því sem um var samið á síðasta ári. Innherji 25. janúar 2026 16:46
Telur að trygg arðgreiðslufélög ættu að vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ Núna þegar aðstæður einkennast af kólnun í efnahagslífinu, aukinni óvissu í alþjóðamálum og útlit fyrir að vextir muni fara lækkandi þá ættu trygg arðgreiðslufélög að reynast „álitlegur fjárfestingarkostur“, að mati hlutabréfagreinanda. Að meðaltali eru félögin á íslenska markaðinum vanmetin um nærri fimmtung. Innherji 25. janúar 2026 13:16
Stærsti erlendi fjárfestirinn selur fyrir meira en milljarð í Íslandsbanka Í fyrsta sinn um langt skeið hefur bandarískur sjóðastýringarrisi, einn allra stærsti hluthafi Íslandsbanka, verið að minnka nokkuð við eignarhlut sinn í bankanum en samhliða hefur hlutabréfaverðið farið lækkandi. Innherji 25. janúar 2026 12:35
Icelandair aflýsir flugferðum Icelandair hefur aflýst fimm flugferðum til Bandaríkjanna í dag. Nístingskuldi er vestanhafs og afar hvasst. Innlent 25. janúar 2026 09:40
Markaðsvirði Amaroq rauk upp og rauf hundrað milljarða múrinn Markaðsvirði Amaroq rauf hundrað milljarða króna múrinn í gær þegar gengi bréfa Amaroq hækkaði skarpt, einkum eftir að markaðurinn opnaði í Kanada. Innherjamolar 24. janúar 2026 13:29
Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Vegagerðin hefur boðið út rekstur á áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Tæpt ár er síðan forsvarsmenn Icelandair tilkynntu að félagið hyggðist hætta að fljúga til Vestfjarða. Innlent 24. janúar 2026 13:09
Er hlutlaus eignastýring að valda bólumyndun á hlutabréfamarkaði? Það þýðir ekki að hlutleysinu fylgi skaðleysi að mati gagnrýnenda sem styðja þá skoðun með góðum og gildum rökum. Markaðir þjóna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeim er ætlað að beina fjármagninu þangað sem það er hagnýtt með sem skilvirkasta hætti, eitthvað sem hlutlausa fjármagnið hefur ekki skoðun á. Umræðan 24. janúar 2026 08:53
„Engar teljandi tafir“ orðið í samrunaviðræðum Skaga og Íslandsbanka Þrátt fyrir vendingar innan stjórnar Íslandsbanka, sem er núna undir forystu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar, þá segir forstjóri Skaga að „engar teljandi tafir“ hafi orðið í samrunaviðræðum félaganna að undanförnu og samrunatilkynning til að skila inn á borð Samkeppniseftirlitsins sé langt komin. Sumir hluthafar Íslandsbanka hafa gagnrýnt það sem þeim finnst vera óhagstæð verðlagning á bankanum í fyrirhuguðum viðskiptum og á nýafstöðnum hluthafafundi svaraði bankastjórinn því til að ný stjórn hefði „tæki og tól“ til að endurmeta samninginn. Innherji 23. janúar 2026 11:20
Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans. Viðskipti innlent 22. janúar 2026 16:20
Kaldar vinnumarkaðstölur „tala með“ vaxtalækkun en óvíst hvort það dugi til Þegar litið er á þróun atvinnuleysis miðað við árstíðabundna leitni þá sýnir hún að vinnumarkaðurinn er að kólna hraðar en hefðbundnar atvinnuleysistölur gefa til kynna, að sögn hagfræðinga Arion banka. Þrátt fyrir að öll tölfræði vinnumarkaðarins „tali með“ frekari vaxtalækkunum er ólíklegt að það dugi til þegar peningastefnunefnd kemur saman í febrúar. Innherji 22. janúar 2026 15:11
Stóru sjóðirnir stækka við stöðuna eftir fyrirtækjakaup Símans Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið að bæta enn frekar við eignarhlut sinn í Símanum í þessum mánuði, skömmu eftir umfangsmikil fyrirtækjakaup, en hlutabréfaverð félagsins hefur verið á siglingu að undanförnu. Innherjamolar 22. janúar 2026 10:35
Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Íslenska útgáfan af Taskmaster hefur göngu sína á Sýn á næstu vikum og mun eflaust slá í gegn hér á landi líkt og það hefur gert víða um heim. Upprunalegu þættirnir, sem eru frá Bretlandi, komu til sögunnar fyrir rúmlega áratug síðan og seríurnar orðnar 20 talsins. Lífið 22. janúar 2026 10:01
Hættu við lendingu í miðju aðflugi Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag. Innlent 21. janúar 2026 17:56
Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Fimm vel valdir keppendur hafa farið á kostum við upptökur á fyrstu þáttaröðinni af íslensku útgáfu skemmtiþáttarins Taskmaster sem hefur göngu sína á SÝN í lok mars næstkomandi. Bíó og sjónvarp 21. janúar 2026 10:14
Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. Innlent 20. janúar 2026 21:56
Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. Innlent 20. janúar 2026 19:46
Spyr hvaðan á peningurinn eigi að koma til að greiða hærri auðlindaskatta Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti. Innherjamolar 20. janúar 2026 16:42