Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Róbert selur Adal­vo til fjár­festingar­risans EQT fyrir um einn milljarð dala

Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Virði Icelandair hrapar eftir upp­gjör

Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skamma og banna Play að blekkja neyt­endur

Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú.

Neytendur
Fréttamynd

Detti­foss komið til hafnar

Dettifoss, fragtskip Eimskips sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudagar, kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í dag eftir að varðskipið Freyja dró það að landi.

Innlent
Fréttamynd

Detti­foss nálgast endamarkið

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skort­stöður fjár­festa í bréfum Al­vot­ech eru í hæstu hæðum

Ekkert lát virðist vera á áhuga fjárfesta vestanhafs að skortselja bréf í Alvotech en slíkar stöður stækkuðu á nýjan leik í lok síðasta mánaðar og eru núna í hæstu hæðum. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð Alvotech átt erfitt uppdráttar og er niður um fjórðung frá því snemma í júnímánuði.

Innherji
Fréttamynd

Selja Lagar­foss með tæp­lega hálfs milljarðs tapi

Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Það gerir um 485 milljónir króna. Salan er sögð tengjast lokun kísilversins PCC Bakka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiginkona stjórnar­manns keypti ó­vart í bankanum

Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engan bil­bug að finna á neyslu­g­leði heimila sam­hliða sterku gengi krónunnar

Innflutningur á varanlegum neysluvörum, eins og til dæmis heimilistækjum, hefur aukist verulega á fyrri helmingi ársins sem endurspeglar mikinn kraft í eftirspurn heimilanna, nokkuð sem peningastefnunefnd mun hafa áhyggjur af. Þá vekur það eftirtekt að vöruinnflutningur frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið eins mikill og í maímánuði, sem kann að helgast af lækkun á gengi Bandaríkjadals vegna óvissu um tollastefnu Bandaríkjaforseta, en á sama tíma var útflutningur vestur um haf með minnsta móti.

Innherji
Fréttamynd

Dettifoss vélar­vana úti á ballarhafi

Dettifoss, fragtskip Eimskips, er vélarvana um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá, á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi, eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins.

Innlent
Fréttamynd

Engin U-beygja hjá Play

Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­venju­leg hömstrun vinnu­afls ýtt undir spennu og launskrið á vinnu­markaði

Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Hætta við yfirtökuna

BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftir bestu vitund hvers?

„Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum.

Umræðan
Fréttamynd

Far­þegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent

Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmats­gengi fé­lagsins

Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga.

Innherji
Fréttamynd

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“

Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika.

Viðskipti innlent