„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Fótbolti 7.11.2025 06:47
Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6.11.2025 22:44
„Samlokumaðurinn“ sýknaður Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Erlent 6.11.2025 20:22
Fer fram og til baka með SNAP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Erlent 4. nóvember 2025 17:53
Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur því fram að hann hafi „enga hugmynd“ um hver stofnandi rafmyntarisans Binance er þrátt fyrir að hann hafi náðað hann í síðasta mánuði. Rafmyntafyrirtækið hjálpaði fjölskyldu Trump að hagnast gríðarlega á rafmyntabraski. Viðskipti erlent 4. nóvember 2025 09:22
Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Íbúar New York ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér nýjan borgarstjóra. Skoðanakannanir benda til þess að Demókratinn Zohran Mamdani muni bera sigur úr býtum, þrátt fyrir ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta gegn honum. Erlent 4. nóvember 2025 06:52
Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Fátt bendir til þess að rekstur ríkisstofnanna vestanhafs hefjist að nýju, áður en stöðvunin verður sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Litlar viðræður eiga sér stað milli flokka á sama tíma og útlit er fyrir að milljónir Bandaríkjamanna missi aðgang að mataraðstoð og að sjúkratryggingar þeirra hækki. Erlent 3. nóvember 2025 23:01
Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Erlent 3. nóvember 2025 09:19
Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. Erlent 2. nóvember 2025 21:38
Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi. Erlent 1. nóvember 2025 22:15
Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. Erlent 31. október 2025 16:32
Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið bandaríska hernum skipun um að gera loftárásir í Venesúela. Árásirnar eru sagðar eiga að beinast að herstöðvum þar í landi sem Nicolas Maduro, forseti, mun hafa leyft fíkniefnasamtökum að starfa í. Erlent 31. október 2025 13:47
Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Erlent 31. október 2025 10:32
Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. Erlent 31. október 2025 09:00
Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun. Erlent 31. október 2025 07:12
Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30. október 2025 23:20
Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan. Erlent 30. október 2025 17:00
Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. Erlent 30. október 2025 09:53
Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. Erlent 30. október 2025 07:56
Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið. Erlent 29. október 2025 11:59
Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn Kai Trump tekur sér smá frí frá háskólagolfi í Miami til að keppa á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í næsta mánuði. Golf 29. október 2025 09:00
Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið alla nefndarmenn nefndar sem veitir fagurfræðilega umsögn um öll byggingaráform stjórnvalda á höfuðborgarsvæðinu í Washington D.C. Erlent 29. október 2025 08:25
Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli. Erlent 28. október 2025 16:00
Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Rússinn Islam Makhachev er í hópi þeirra bardagakappa sem vilja fá að sýna sig fyrir framan Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Sport 28. október 2025 13:02