Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 10. apríl 2025 22:30 Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun