Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2025 06:00 Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Viðreisn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun