Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar 22. mars 2025 07:01 Krabbameinsgreining felur í miklar breytingar fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans og fæstir vita hvernig á að snúa sér í þessum nýja raunveruleika. Hins vegar eru þúsundir annarra sem hafa gengið þennan veg áður og hafa deilt sinni reynslu. Þjónusta Krabbameinsfélagsins byggir meðal annars á þeirri reynslu sem faglegir ráðgjafar félagsins hafa fengið innsýn í, í gegnum viðtöl og samtöl við þessa einstaklinga. Það er óþarfi fyrir hvern og einn sem greinist með krabbamein að ætla sér að „finna upp hjólið“ þegar kemur að því að takast á við þetta stóra verkefni. Það er hægt að leita í reynslubanka þeirra sem á undan hafa komið og nýta þá þjónustu sem Krabbameinsfélagið hefur byggt upp. Krabbameinsfélagið býður upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Starfsfólk félagsins er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá félaginu fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur ráðgjöf og fræðslu, upplýsingar um félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er. Þjónustuna veita hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Boðið er upp á einstaklings- og fjölskylduviðtöl ásamt námskeið sem miða að því að aðstoða fólk við að takast á við algengustu aukaverkanir og fylgikvilla krabbameinsgreiningar og meðferðar. Þjónustan stendur öllum sem hafa orðið fyrir áhrifum krabbameins til boða, fólki að kostnaðarlausu. Hvetjum karla til að nýta þjónustu Krabbameinsfélagsins Á Íslandi greinast um 2.000 manns á ári með krabbamein og er skiptingin nokkurn veginn jöfn eftir kynjum. Þegar hópurinn sem sækir þjónustu Krabbameinsfélagsins er skoðaður kemur í ljós að karlar eru aðeins um 32% þeirra sem nýta sér þjónustu félagsins. Gæti verið að karlar hafi einfaldlega ekki þörf fyrir sálfélagslegan stuðning? Samkvæmt niðurstöðu Áttavitans, rannsóknar Krabbameinsfélagsins á upplifun fólks af því að greinast með krabbamein, kemur í ljós að svipað hlutfall karla og kvenna upplifa áhyggjur við greiningu (27% karla en 30% kvenna). Þrátt fyrir að hlutfallslega fleiri konur virðast upplifa kvíða, óöryggi og hræðslu en karlar er það samt svo að 19% karla upplifa kvíða, 11% óöryggi og 7% hræðslu. Það er því töluverður fjöldi karla sem er að upplifa vanlíðan eftir greiningu krabbameins en þeir virðast ekki vera eins líklegir til þess að leita sér stuðnings. Samkvæmt Áttavitanum sögðust 67% karla ekki hafa fundið þörf á stuðningi í ferlinu. Engu að síður töldu 33% karla sig þurfa á stuðningi að halda. Þegar sá hópur er skoðaður kemur í ljós að aðeins 47% þeirra fékk þann stuðning sem þeir þurftu. 30% karlanna sem töldu sig þurfa stuðning óskuðu ekki eftir honum í ferlinu og 7% þeirra sem þurftu á stuðningi að halda sögðust ekki hafa fengið þann stuðning sem þeir þurftu. Það er því ljóst að töluverður fjöldi karla fer í gegn um krabbameinsgreiningu og meðferð án þess að leita eftir stuðningi, þrátt fyrir að finnast þeir þurfa á því að halda. Svipað hlutfall karla og kvenna sögðust deila öllum eða flestum tilfinningalegum áhyggjum sínum með maka sínum en tæplega helmingur (46%) karla á móti fjórðungi (27%) kvenna sagðist deila fáu, næstum engu eða engu með öðrum en maka. Það er frábært að geta leitað til maka eftir stuðningi en makinn er líka að takast á við breyttar aðstæður og þá erfiðleika sem þeim fylgja og er nú þegar undir miklu álagi. Því getur verið gott að geta einnig leitað annað eftir stuðningi. Oft eru hlutir sem við viljum ekki endilega deila með maka, við viljum ekki auka áhyggjur eða „draga makann niður með okkur“. Því getur verið gott að ræða við einhvern í trúnaði, einhvern sem þekkir okkur ekki persónulega og er ekki tengdur okkur tilfinningalega. Þegar við leitum stuðnings hjá þriðja aðila getur það létt á álaginu inni á heimilinu vegna veikindanna. Með því að leita stuðnings út fyrir heimilið er hægt að nýta betur tímann heima fyrir, með maka, fjölskyldu og vinum í eitthvað ánægjulegra á þessum erfiðu tímum. Þunglyndi og kvíði eru þekkt vandamál meðal krabbameinsgreindra Mikil og langvarandi streita getur leitt til þunglyndis og kvíða og er krabbameinsgreining einn mesti streituvaldur sem fólk upplifir á lífsleiðinni. Það kemur því ekki á óvart að þetta séu algengustu geðrænu vandamálin sem krabbameinsgreindir greina frá. Greiningin er alltaf áfall en 20% - 40% finna fyrir verulegri vanlíðan í ferlinu og má ætla að 25% - 30% þjáist af geðrænum vandamálum sem hægt er að tengja beint til krabbameinsins. Þetta getur þróast út í viðvarandi vandamál fái fólk ekki viðeigandi aðstoð. Þegar erlendar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að krabbameinsgreindir eru í meiri hættu á að þróa með sér þunglyndi heldur en almenningur, sérstaklega á fyrsta ári eftir greiningu. Samkvæmt niðurstöðum þýskrar rannsóknar upplifði einn af hverjum 4 (24%) krabbameinsgreindra þunglyndi, sem bendir til þess að krabbameinsgreindir séu 5 sinnum líklegri til þess að upplifa þunglyndi heldur en aðrir. Ef rannsóknir á körlum eru skoðaðar sérstaklega sjáum við að um 60% karla með blöðruhálskirtilskrabbamein finna fyrir einhverskonar tilfinningalegu uppnámi og 10%-40% ná viðmiðum fyrir klínísku þunglyndi eða kvíða innan við 10 árum eftir krabbameinsgreiningu. Rannsókn á 37.388 körlum sem fengu andhormónameðferð leiddi í ljós að 1 af hverjum 10 hafði fengið þunglyndis- eða kvíðagreiningu, sem þeir höfðu ekki fyrir þessa meðferð. 48% þessara karla fékk enga meðhöndlun á þessum vanda, sem rímar ágætlega við niðurstöður Áttavitans um að karlar sæki sér ekki endilega stuðning þrátt fyrir að hafa þörf á honum en einnig gæti ástæðan verið sú að þessir einstaklingar séu ekki gripnir nægilega vel af heilbrigðiskerfinu. Það virðist vera svo að undir 10% krabbameinsgreindra fái greiningu og meðhöndlun á andlegri vanlíðan þegar litið er til erlendra rannsókna. Við höfum ekki sambærilegar tölur frá Íslandi en ætla má að staðan sé svipuð hérlendis. Inngrip sem ætlað er að draga úr þunglyndi og/eða kvíða hafa spáð fyrir um betri líðan, aukin lífsgæði og lengri líftíma krabbameinssjúklinga. Ávinningurinn á því að leita sér faglegrar aðstoðar er því töluverður, bæði fyrir þann sem greinist sem og aðstandendur. Af þessum ástæðum vill Krabbameinsfélagið hvetja karla til að leita sér aðstoðar ef þeir upplifa vanlíðan af völdum krabbameinsgreiningar, hvort sem þeir eru sjálfir greindir eða eiga einhvern nákominn sem hefur greinst. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri ráðgjafar og stuðnings hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Krabbameinsgreining felur í miklar breytingar fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans og fæstir vita hvernig á að snúa sér í þessum nýja raunveruleika. Hins vegar eru þúsundir annarra sem hafa gengið þennan veg áður og hafa deilt sinni reynslu. Þjónusta Krabbameinsfélagsins byggir meðal annars á þeirri reynslu sem faglegir ráðgjafar félagsins hafa fengið innsýn í, í gegnum viðtöl og samtöl við þessa einstaklinga. Það er óþarfi fyrir hvern og einn sem greinist með krabbamein að ætla sér að „finna upp hjólið“ þegar kemur að því að takast á við þetta stóra verkefni. Það er hægt að leita í reynslubanka þeirra sem á undan hafa komið og nýta þá þjónustu sem Krabbameinsfélagið hefur byggt upp. Krabbameinsfélagið býður upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Starfsfólk félagsins er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá félaginu fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur ráðgjöf og fræðslu, upplýsingar um félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er. Þjónustuna veita hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Boðið er upp á einstaklings- og fjölskylduviðtöl ásamt námskeið sem miða að því að aðstoða fólk við að takast á við algengustu aukaverkanir og fylgikvilla krabbameinsgreiningar og meðferðar. Þjónustan stendur öllum sem hafa orðið fyrir áhrifum krabbameins til boða, fólki að kostnaðarlausu. Hvetjum karla til að nýta þjónustu Krabbameinsfélagsins Á Íslandi greinast um 2.000 manns á ári með krabbamein og er skiptingin nokkurn veginn jöfn eftir kynjum. Þegar hópurinn sem sækir þjónustu Krabbameinsfélagsins er skoðaður kemur í ljós að karlar eru aðeins um 32% þeirra sem nýta sér þjónustu félagsins. Gæti verið að karlar hafi einfaldlega ekki þörf fyrir sálfélagslegan stuðning? Samkvæmt niðurstöðu Áttavitans, rannsóknar Krabbameinsfélagsins á upplifun fólks af því að greinast með krabbamein, kemur í ljós að svipað hlutfall karla og kvenna upplifa áhyggjur við greiningu (27% karla en 30% kvenna). Þrátt fyrir að hlutfallslega fleiri konur virðast upplifa kvíða, óöryggi og hræðslu en karlar er það samt svo að 19% karla upplifa kvíða, 11% óöryggi og 7% hræðslu. Það er því töluverður fjöldi karla sem er að upplifa vanlíðan eftir greiningu krabbameins en þeir virðast ekki vera eins líklegir til þess að leita sér stuðnings. Samkvæmt Áttavitanum sögðust 67% karla ekki hafa fundið þörf á stuðningi í ferlinu. Engu að síður töldu 33% karla sig þurfa á stuðningi að halda. Þegar sá hópur er skoðaður kemur í ljós að aðeins 47% þeirra fékk þann stuðning sem þeir þurftu. 30% karlanna sem töldu sig þurfa stuðning óskuðu ekki eftir honum í ferlinu og 7% þeirra sem þurftu á stuðningi að halda sögðust ekki hafa fengið þann stuðning sem þeir þurftu. Það er því ljóst að töluverður fjöldi karla fer í gegn um krabbameinsgreiningu og meðferð án þess að leita eftir stuðningi, þrátt fyrir að finnast þeir þurfa á því að halda. Svipað hlutfall karla og kvenna sögðust deila öllum eða flestum tilfinningalegum áhyggjum sínum með maka sínum en tæplega helmingur (46%) karla á móti fjórðungi (27%) kvenna sagðist deila fáu, næstum engu eða engu með öðrum en maka. Það er frábært að geta leitað til maka eftir stuðningi en makinn er líka að takast á við breyttar aðstæður og þá erfiðleika sem þeim fylgja og er nú þegar undir miklu álagi. Því getur verið gott að geta einnig leitað annað eftir stuðningi. Oft eru hlutir sem við viljum ekki endilega deila með maka, við viljum ekki auka áhyggjur eða „draga makann niður með okkur“. Því getur verið gott að ræða við einhvern í trúnaði, einhvern sem þekkir okkur ekki persónulega og er ekki tengdur okkur tilfinningalega. Þegar við leitum stuðnings hjá þriðja aðila getur það létt á álaginu inni á heimilinu vegna veikindanna. Með því að leita stuðnings út fyrir heimilið er hægt að nýta betur tímann heima fyrir, með maka, fjölskyldu og vinum í eitthvað ánægjulegra á þessum erfiðu tímum. Þunglyndi og kvíði eru þekkt vandamál meðal krabbameinsgreindra Mikil og langvarandi streita getur leitt til þunglyndis og kvíða og er krabbameinsgreining einn mesti streituvaldur sem fólk upplifir á lífsleiðinni. Það kemur því ekki á óvart að þetta séu algengustu geðrænu vandamálin sem krabbameinsgreindir greina frá. Greiningin er alltaf áfall en 20% - 40% finna fyrir verulegri vanlíðan í ferlinu og má ætla að 25% - 30% þjáist af geðrænum vandamálum sem hægt er að tengja beint til krabbameinsins. Þetta getur þróast út í viðvarandi vandamál fái fólk ekki viðeigandi aðstoð. Þegar erlendar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að krabbameinsgreindir eru í meiri hættu á að þróa með sér þunglyndi heldur en almenningur, sérstaklega á fyrsta ári eftir greiningu. Samkvæmt niðurstöðum þýskrar rannsóknar upplifði einn af hverjum 4 (24%) krabbameinsgreindra þunglyndi, sem bendir til þess að krabbameinsgreindir séu 5 sinnum líklegri til þess að upplifa þunglyndi heldur en aðrir. Ef rannsóknir á körlum eru skoðaðar sérstaklega sjáum við að um 60% karla með blöðruhálskirtilskrabbamein finna fyrir einhverskonar tilfinningalegu uppnámi og 10%-40% ná viðmiðum fyrir klínísku þunglyndi eða kvíða innan við 10 árum eftir krabbameinsgreiningu. Rannsókn á 37.388 körlum sem fengu andhormónameðferð leiddi í ljós að 1 af hverjum 10 hafði fengið þunglyndis- eða kvíðagreiningu, sem þeir höfðu ekki fyrir þessa meðferð. 48% þessara karla fékk enga meðhöndlun á þessum vanda, sem rímar ágætlega við niðurstöður Áttavitans um að karlar sæki sér ekki endilega stuðning þrátt fyrir að hafa þörf á honum en einnig gæti ástæðan verið sú að þessir einstaklingar séu ekki gripnir nægilega vel af heilbrigðiskerfinu. Það virðist vera svo að undir 10% krabbameinsgreindra fái greiningu og meðhöndlun á andlegri vanlíðan þegar litið er til erlendra rannsókna. Við höfum ekki sambærilegar tölur frá Íslandi en ætla má að staðan sé svipuð hérlendis. Inngrip sem ætlað er að draga úr þunglyndi og/eða kvíða hafa spáð fyrir um betri líðan, aukin lífsgæði og lengri líftíma krabbameinssjúklinga. Ávinningurinn á því að leita sér faglegrar aðstoðar er því töluverður, bæði fyrir þann sem greinist sem og aðstandendur. Af þessum ástæðum vill Krabbameinsfélagið hvetja karla til að leita sér aðstoðar ef þeir upplifa vanlíðan af völdum krabbameinsgreiningar, hvort sem þeir eru sjálfir greindir eða eiga einhvern nákominn sem hefur greinst. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri ráðgjafar og stuðnings hjá Krabbameinsfélaginu
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar