Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 20. mars 2025 23:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika. Heilbrigðisráðuneytið o.fl. stjórnvöld viðkomandi málinu hafa þannig ákveðið að binda enda á þjónustusamstarf ríkisins við Janus endurhæfingu sem verið hefur eins og hornsteinn í endurhæfingarstarfi á Íslandi í 25 ár. Janus mun því hætta starfsemi, á þriðja tug missa vinnuna, fleiri tugir einstaklinga 18-30 ára hverfa úr endurhæfingu og fleiri til viðbótar, sem voru á biðlista, komast ekki í þá endurhæfingu sem þeir biðu eftir. Fagfólk varar við því að leggja niður úrræðið Janus endurhæfing er dæmi um vel heppnað frumkvöðlaframtak í heilbrigðisþjónustu, rekið af fólki sem brennur fyrir málefnið og sem hefur tekist að búa til úrræði sem á sér ekki hliðstæðu innan opinberra stofnana. Sérstaða Janusar felst meðal annars í einstaklingsmiðari endurhæfingu og í því að þar er undir einu þaki tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og fleiri sérhæfðum fagaðilum. Í nýlegri grein fimm formanna fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina er því lýst hvernig ekkert sambærilegt úrræði sé til staðar á Íslandi. Fagfólkið bendir á að hjá Janusi sé veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hafi sannað gildi sitt, þátttakendur skili sér úr endurhæfingu í vinnu og nám, og starfsemin skili þannig margföldum samfélagslegum ávinningi. Fagfólkið varar við því að verði úrræðið lagt niður muni ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. „Ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Fagfólk er heldur ekki eitt um að mæla með þjónustunni sem hér stendur til að leggja niður. Unga fólkið sjálft, sem notið hefur þjónustunnar, ber auðvitað best vitni um hve mikilvæg hún hefur reynst því. Á heimasíðu Janusar er t.d. birt þjónustukönnun þar sem þátttakendur höfðu þetta að segja: „Janus hefur hjálpað mér að hafa meiri trú á sjálfan mig og styrkt mína sjálfsmynd“, „endurhæfingin hjá Janusi reyndist mér vel, fagleg og vönduð vinnubrögð einkenndu endurhæfinguna og allt ferlið var mjög valdeflandi“, „Takk kærlega fyrir að hjálpa mér að eignast nýtt og gott líf, ég er endalaust þakklát fyrir Janus“, og „ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Þá má geta viðtals á Vísi þar sem ung kona sagði frá því hvernig úrræðið hefði breytt lífi hennar. Hún lýsti kostum þess að öll þjónusta sé á einum stað, endurhæfingin hafi hjálpað henni að komast aftur í samfélagið, hún hafi aftur fundið neistann og hyggist nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Þá lýsir hún því að henni finnist skömm af því að loka úrræðinu og hefur stofnað undirskriftasöfnun til að berjast gegn lokuninni. Í sömu fréttaumfjöllun lýstu foreldrar ungs manns með fjölþættan vanda því svo hvernig ekkert annað úrræði hafi mætt vanda sonar þeirra eins og Janus. Á þeim er að skilja að án úrræðis eins og þessa bíði sonar þeirra einfaldlega líf á örorku. Geðheilbrigði er góð fjárfesting Stjórnvöld ákváðu að binda enda á endurhæfingu ungs fólks hjá Janusi, án þess að hafa neina áætlun um það hvernig skjólstæðingarnir, sem eru í viðkvæmri stöðu og án málsvara, eigi að flytjast yfir og fá sömu þjónustu hjá ríkinu. Þegar eins stórum vinnustað á sviði geðheilbrigðisþjónustu, eins og hér um ræðir, er lokað má ætla að það sé hluti af vel úthugsuðum og skipulögðum breytingum til batnaðar á sviðinu. Það verður hins vegar ekki séð að svo sé í þessu tilviki. Engin skýr áætlun liggur fyrir um að skapa sömu endurhæfingarþjónustu annars staðar. Af öllum þessum sökum hljóta ríkisstjórnin, heilbrigðisráðuneytið og önnur viðeigandi stjórnvöld að vera tilbúin að endurskoða ákvörðun sína um niðurskurð á þeirri mikilvægu geðheilbrigðisþjónustu sem Janus veitir. Það ættu þau ekki bara að gera til að uppfylla kosningaloforð, heldur fyrst og fremst vegna þess að eitt af því heilbrigðasta sem þjóðfélag getur gert er að fjárfesta í geðheilbrigði ungs fólks. Höfundur er lögmaður og áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika. Heilbrigðisráðuneytið o.fl. stjórnvöld viðkomandi málinu hafa þannig ákveðið að binda enda á þjónustusamstarf ríkisins við Janus endurhæfingu sem verið hefur eins og hornsteinn í endurhæfingarstarfi á Íslandi í 25 ár. Janus mun því hætta starfsemi, á þriðja tug missa vinnuna, fleiri tugir einstaklinga 18-30 ára hverfa úr endurhæfingu og fleiri til viðbótar, sem voru á biðlista, komast ekki í þá endurhæfingu sem þeir biðu eftir. Fagfólk varar við því að leggja niður úrræðið Janus endurhæfing er dæmi um vel heppnað frumkvöðlaframtak í heilbrigðisþjónustu, rekið af fólki sem brennur fyrir málefnið og sem hefur tekist að búa til úrræði sem á sér ekki hliðstæðu innan opinberra stofnana. Sérstaða Janusar felst meðal annars í einstaklingsmiðari endurhæfingu og í því að þar er undir einu þaki tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og fleiri sérhæfðum fagaðilum. Í nýlegri grein fimm formanna fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina er því lýst hvernig ekkert sambærilegt úrræði sé til staðar á Íslandi. Fagfólkið bendir á að hjá Janusi sé veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hafi sannað gildi sitt, þátttakendur skili sér úr endurhæfingu í vinnu og nám, og starfsemin skili þannig margföldum samfélagslegum ávinningi. Fagfólkið varar við því að verði úrræðið lagt niður muni ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. „Ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Fagfólk er heldur ekki eitt um að mæla með þjónustunni sem hér stendur til að leggja niður. Unga fólkið sjálft, sem notið hefur þjónustunnar, ber auðvitað best vitni um hve mikilvæg hún hefur reynst því. Á heimasíðu Janusar er t.d. birt þjónustukönnun þar sem þátttakendur höfðu þetta að segja: „Janus hefur hjálpað mér að hafa meiri trú á sjálfan mig og styrkt mína sjálfsmynd“, „endurhæfingin hjá Janusi reyndist mér vel, fagleg og vönduð vinnubrögð einkenndu endurhæfinguna og allt ferlið var mjög valdeflandi“, „Takk kærlega fyrir að hjálpa mér að eignast nýtt og gott líf, ég er endalaust þakklát fyrir Janus“, og „ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Þá má geta viðtals á Vísi þar sem ung kona sagði frá því hvernig úrræðið hefði breytt lífi hennar. Hún lýsti kostum þess að öll þjónusta sé á einum stað, endurhæfingin hafi hjálpað henni að komast aftur í samfélagið, hún hafi aftur fundið neistann og hyggist nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Þá lýsir hún því að henni finnist skömm af því að loka úrræðinu og hefur stofnað undirskriftasöfnun til að berjast gegn lokuninni. Í sömu fréttaumfjöllun lýstu foreldrar ungs manns með fjölþættan vanda því svo hvernig ekkert annað úrræði hafi mætt vanda sonar þeirra eins og Janus. Á þeim er að skilja að án úrræðis eins og þessa bíði sonar þeirra einfaldlega líf á örorku. Geðheilbrigði er góð fjárfesting Stjórnvöld ákváðu að binda enda á endurhæfingu ungs fólks hjá Janusi, án þess að hafa neina áætlun um það hvernig skjólstæðingarnir, sem eru í viðkvæmri stöðu og án málsvara, eigi að flytjast yfir og fá sömu þjónustu hjá ríkinu. Þegar eins stórum vinnustað á sviði geðheilbrigðisþjónustu, eins og hér um ræðir, er lokað má ætla að það sé hluti af vel úthugsuðum og skipulögðum breytingum til batnaðar á sviðinu. Það verður hins vegar ekki séð að svo sé í þessu tilviki. Engin skýr áætlun liggur fyrir um að skapa sömu endurhæfingarþjónustu annars staðar. Af öllum þessum sökum hljóta ríkisstjórnin, heilbrigðisráðuneytið og önnur viðeigandi stjórnvöld að vera tilbúin að endurskoða ákvörðun sína um niðurskurð á þeirri mikilvægu geðheilbrigðisþjónustu sem Janus veitir. Það ættu þau ekki bara að gera til að uppfylla kosningaloforð, heldur fyrst og fremst vegna þess að eitt af því heilbrigðasta sem þjóðfélag getur gert er að fjárfesta í geðheilbrigði ungs fólks. Höfundur er lögmaður og áhugamaður um geðheilbrigðismál.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun