Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 4. mars 2025 10:15 Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. Heimgreiðslur eru mikilvægur stuðningur fyrir foreldra sem bíða eftir dagvistunarplássi. Ógn við jafnrétti? „Ég svelt þá í nafni kvenréttinda“ eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára barna í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Þessi skoðun endurspeglar upplifun margra heimila sem standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum, að loknu fæðingarorlofi, vegna skorts á dagvistun. Vandinn hefur vaxið í þrálátri verðbólgu, jafnvel þótt foreldrar sýni fyrirhyggju með því að dreifa fæðingarorlofinu eða spara fyrir tekjutapinu sem fylgir barneignum. Sér í lagi ef aðeins eitt foreldri getur aflað tekna á meðan beðið er eftir dagvistun. Sumir telja að heimgreiðslur grafi undan jafnrétti, þar sem konur séu líklegri til að vera heima. Slík gagnrýni byggir þó á þeirri forsendu að fólk hafi val um að senda barn ekki í leikskóla og fái þess í stað greiðslur. Staðreyndin er þó sú að foreldrar eru hvort sem er heima vegna skorts á dagvistunarúrræðum. Greiðslurnar milda því það tekjutap sem myndast á meðan það er beðið eftir dagvistun og með því að skilyrða greiðslurnar við umsókn um dagvistun er dregið úr áhrifum kynjamisréttis. Spurningin er því: hvort betra er að foreldrar séu heima án tekna eða fái greiðslur sem að hjálpa til við að halda heimilisbókhaldinu réttu megin við núllið? Mikilvægi leikskólans Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi leikskólans fyrir menntun og þroska barna og fyrir tekjuöflun og þátttöku foreldra á vinnumarkaði. Leikskólakerfið hefur einnig stuðlað að jafnari atvinnuþátttöku foreldra. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta lofuðu börnum 12 mánaða og eldri dagvistunarplássi á meðan við í Framsókn töldum raunhæfara í ljósi stöðunnar að miða við 18 mánaða aldur. Jafnvel þótt það sé eitt að forgangsverkefnum sveitarfélaga að tryggja yngstu íbúunum leikskólavist verður að telja það að óraunhæft að 12 mánaða börn komist í dagvistun í bráð. Því þó við myndum bæta við nægjanlega mörgum byggingum undir starfsemi leikskóla og tryggja ávallt nægilegt fjármagn þá þarf að manna stöður leikskólakennara sem er ekki að finna á hverju strái. Fjölgun einstaklinga í mikilvægri stétt leikskólakennara er verðugt markmið en það mun taka tíma og því þarf að leita annarra leiða og lausna til að mæta foreldrum sem eru í bráðum vanda og bíða eftir dagvistunarplássi. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Þá hefur því verið haldið fram að það séu börnin sem mest þurfi á því að halda að fara í leikskóla sem séu heima vegna heimgreiðslna, t.d. börn innflytjenda sem þurfi að tileinka sér tungumál þess lands sem þau búa í. Þetta á ekki við rök að styðjast ef að heimgreiðslurnar eru skilyrtar við umsókn um dagvistun og falla niður þegar vistun hefst. Ljóst er þó að huga þarf sérstaklega að börnum sem eru ekki í leikskóla, greina hvers vegna svo er og hvort ástæða sé til að mæta því með einhverjum hætti. Bregðumst við neyðarástandi Fyrst og fremst snýst þetta um börnin og foreldra þeirra, sem mörg hver eru í verulegum vanda með að brúa bilið og ná endum saman. Við eigum að hlusta á foreldra og taka þeirra óskum og ábendingum alvarlega. Þær eru ekki aukaatriði og stjórnmálin verða hverju sinni að ganga varlega þann veg að ákveða hvað sé fólki fyrir bestu og takmarka möguleika þeirra til að lifa lífi sínu á eigin forsendum. Nú ríkir neyðarástand hjá foreldrum barna sem bíða eftir dagvistun meðal annars vegna innviðaskuldar síðustu kjörtímabila í viðhaldi skólabygginga og skorts á starfsfólki. Það er okkar verkefni að létta róðurinn með því að leggjast á árarnar og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og draga úr framfærslukvíða foreldra. Tímabundnar og skilyrtar heimgreiðslur eru ein leið til að takast á við þennan vanda. Við megum ekki gleyma því að börn og foreldrar lifa þennan raunveruleika í dag, á meðan rifist er yfir gömlum kreddum. Við þurfum að hafa hugrekki til að horfa út fyrir kassann og leita leiða til bæta hag foreldra ungra barna þó ekki sé hægt að ná óskastöðunni um dagvistunarpláss strax. Það er hagur okkar allra að á Íslandi sé skapaður jarðvegur sem öll börn geta blómstrað í. Ég vona að borgarstjórn taki undir tillögu okkar um heimgreiðslur og sýni það í verki að Reykjavík styðji við börn og barnafjölskyldur. Það viljum við í Framsókn svo sannarlega gera Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. Heimgreiðslur eru mikilvægur stuðningur fyrir foreldra sem bíða eftir dagvistunarplássi. Ógn við jafnrétti? „Ég svelt þá í nafni kvenréttinda“ eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára barna í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Þessi skoðun endurspeglar upplifun margra heimila sem standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum, að loknu fæðingarorlofi, vegna skorts á dagvistun. Vandinn hefur vaxið í þrálátri verðbólgu, jafnvel þótt foreldrar sýni fyrirhyggju með því að dreifa fæðingarorlofinu eða spara fyrir tekjutapinu sem fylgir barneignum. Sér í lagi ef aðeins eitt foreldri getur aflað tekna á meðan beðið er eftir dagvistun. Sumir telja að heimgreiðslur grafi undan jafnrétti, þar sem konur séu líklegri til að vera heima. Slík gagnrýni byggir þó á þeirri forsendu að fólk hafi val um að senda barn ekki í leikskóla og fái þess í stað greiðslur. Staðreyndin er þó sú að foreldrar eru hvort sem er heima vegna skorts á dagvistunarúrræðum. Greiðslurnar milda því það tekjutap sem myndast á meðan það er beðið eftir dagvistun og með því að skilyrða greiðslurnar við umsókn um dagvistun er dregið úr áhrifum kynjamisréttis. Spurningin er því: hvort betra er að foreldrar séu heima án tekna eða fái greiðslur sem að hjálpa til við að halda heimilisbókhaldinu réttu megin við núllið? Mikilvægi leikskólans Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi leikskólans fyrir menntun og þroska barna og fyrir tekjuöflun og þátttöku foreldra á vinnumarkaði. Leikskólakerfið hefur einnig stuðlað að jafnari atvinnuþátttöku foreldra. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta lofuðu börnum 12 mánaða og eldri dagvistunarplássi á meðan við í Framsókn töldum raunhæfara í ljósi stöðunnar að miða við 18 mánaða aldur. Jafnvel þótt það sé eitt að forgangsverkefnum sveitarfélaga að tryggja yngstu íbúunum leikskólavist verður að telja það að óraunhæft að 12 mánaða börn komist í dagvistun í bráð. Því þó við myndum bæta við nægjanlega mörgum byggingum undir starfsemi leikskóla og tryggja ávallt nægilegt fjármagn þá þarf að manna stöður leikskólakennara sem er ekki að finna á hverju strái. Fjölgun einstaklinga í mikilvægri stétt leikskólakennara er verðugt markmið en það mun taka tíma og því þarf að leita annarra leiða og lausna til að mæta foreldrum sem eru í bráðum vanda og bíða eftir dagvistunarplássi. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Þá hefur því verið haldið fram að það séu börnin sem mest þurfi á því að halda að fara í leikskóla sem séu heima vegna heimgreiðslna, t.d. börn innflytjenda sem þurfi að tileinka sér tungumál þess lands sem þau búa í. Þetta á ekki við rök að styðjast ef að heimgreiðslurnar eru skilyrtar við umsókn um dagvistun og falla niður þegar vistun hefst. Ljóst er þó að huga þarf sérstaklega að börnum sem eru ekki í leikskóla, greina hvers vegna svo er og hvort ástæða sé til að mæta því með einhverjum hætti. Bregðumst við neyðarástandi Fyrst og fremst snýst þetta um börnin og foreldra þeirra, sem mörg hver eru í verulegum vanda með að brúa bilið og ná endum saman. Við eigum að hlusta á foreldra og taka þeirra óskum og ábendingum alvarlega. Þær eru ekki aukaatriði og stjórnmálin verða hverju sinni að ganga varlega þann veg að ákveða hvað sé fólki fyrir bestu og takmarka möguleika þeirra til að lifa lífi sínu á eigin forsendum. Nú ríkir neyðarástand hjá foreldrum barna sem bíða eftir dagvistun meðal annars vegna innviðaskuldar síðustu kjörtímabila í viðhaldi skólabygginga og skorts á starfsfólki. Það er okkar verkefni að létta róðurinn með því að leggjast á árarnar og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og draga úr framfærslukvíða foreldra. Tímabundnar og skilyrtar heimgreiðslur eru ein leið til að takast á við þennan vanda. Við megum ekki gleyma því að börn og foreldrar lifa þennan raunveruleika í dag, á meðan rifist er yfir gömlum kreddum. Við þurfum að hafa hugrekki til að horfa út fyrir kassann og leita leiða til bæta hag foreldra ungra barna þó ekki sé hægt að ná óskastöðunni um dagvistunarpláss strax. Það er hagur okkar allra að á Íslandi sé skapaður jarðvegur sem öll börn geta blómstrað í. Ég vona að borgarstjórn taki undir tillögu okkar um heimgreiðslur og sýni það í verki að Reykjavík styðji við börn og barnafjölskyldur. Það viljum við í Framsókn svo sannarlega gera Höfundur er borgarfulltrúi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun