Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar 3. mars 2025 08:01 Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samning KÍ við ríkið og sveitarfélögin. Tímamótasamningur að mörgu leyti því þar gengu öll félög KÍ fram sameinuð í baráttu sinni fyrir efndum á gefnu loforði frá árinu 2016 um jöfnun launa milli markaða. Samningur sem vonandi verður til þess að það náist betri sátt í kringum þessa mikilvægu stétt þannig hægt verði að manna skólana til framtíðar. Því eins og allir vita, sem hafa gefið sér tíma til að kynna sér málið, þá er mikil vöntun á kennurum. Það kemur, eðli málsins samkvæmt, óhjákvæmilega niður á gæðum starfsins og eykur álag. Það er því gríðarlega mikilvægt að sátt náist um þessi störf svo hægt sé að tryggja mönnun til framtíðar í þágu æsku landsins. Vonandi farsælt fyrsta skref í vegferðinni. Þetta er búin að vera hörð barátta en með þessum samningi er vonandi búið að stíga fyrsta skrefið til að efna það loforð sem gefið var árið 2016 um jöfnun launa á milli markaða. Verði hann samþykktur fer í hönd svokallað virðismat á störfum kennara sem á endanum á að klára þessa jöfnun launa sem búið er að ræða svo mikið um. Ennþá ríkir samt mikil óvissa því það er ekki fyrr en niðurstaða virðismats liggur fyrir sem endanlega kemur fram hver þessi „launaleiðrétting“ til kennara er. Ekki eru allir jafn sáttir innan KÍ með þennan samning. Ástæðan er hið „skemmtilega hugtak“ prósenta sem er að stríða fólki og veldur því að einhverjir upplifa að í honum felist mismunun á milli félaga innan KÍ. Það er nefnilega þannig að þó fyrirsagnirnar í fjölmiðlum segi að þessi samningur feli í sér 24,5% uppsafnaða hækkun á samningstímanum handa félagsmönnum í KÍ, á meðan aðrir á markaði eru að fá tæp 15%, þá eru ekki allir innan KÍ að fá sömu uppsöfnuðu % út úr þessum samningi svo því sé haldið til haga. Framhaldsskólakennarar eru t.d. að fá 19,3 % uppsafnaða prósentuhækkun í þessum samningi en geta aukið hana um rúmlega 2% með því að samþykkja hliðarsamning sem er á borðinu og felst í tilfærslu daga innan vinnuramma (einfölduð útskýring). Eins veit ég að það þurfti sérákvæði inn í samninginn fyrir deildarstjóra á leikskólum því sú fáránlega staða er komin upp í launamálum þeirra að kennaramenntaður einstaklingur á leikskóla sem sinnir deildarstjórn er í einhverjum tilfellum á lægri launum en ófaglærður einstaklingur sem sinnir sama starfi á Eflingarsamningi. Það eitt og sér undirstrikar kannski enn frekar fáránleikann í þeirri stöðu sem samningar kennara eru í. Þessi munur í samningunum á uppsafnaðri % hækkun innan félaga KÍ kemur til vegna þess að þessar % í KÍ samningum, umfram það sem önnur verkalýðsfélög sömdu um, er innágreiðsla inn í þá virðismatsvegferð sem verið er að fara í. Innágreiðslan byggir á þeirri staðreynd að viðsemjendur KÍ eru búnir að gangast við þeim tölulegu staðreyndum frá Hagstofu Íslands að gagnvart kennurum eigi eftir að klára skilyrðið um jöfnun launa á milli markaða. Allir félagsmenn innan KÍ standi nefnilega ekki jafnfætis hvað þessa jöfnun launa varðar. Tölur sýna að ríkið er lengra komið í jöfnun launa gagnvart framhaldsskólakennurum en sveitarfélögin gagnvart sínum kennurum og það útskýrir misháa innspýtingu til félagsmanna KÍ. Í tilfelli grunn-, leik- og tónlistarskólakennara er innspýtingin 8% en hjá framhaldsskólakennurum 3,5%. Ég er ekki með tölulegar upplýsingar um félög stjórnenda enda skiptir það mig engu máli því ég treysti minni samninganefnd fyrir að hér sé verið að vinna þetta á sanngjarnan hátt. Setjist menn yfir dæmið þá er hækkun félagsmanna FF samt í flestum tilfellum hærri í krónum talið en hjá FG þó einhver skekkja sé vegna mismunandi stofnanasamninga innan FF (sem er þá frekar eitthvað sem þarf að leiðrétta í þessari yfirferð samninga í virðismatinu). Allar þessar % tölur í samningnum verða að byggja á meðaltölum innan hvers félags fyrir sig og því upplifa einhverjir framhaldsskólakennarar skertan hlut í þessum samningi vegna mismunandi stofnanasamninga. Ríki og sveitarfélög hafa stigið fram til að útskýra fyrir launþegum þessa lands af hverju kennarastéttin er, í þessari samningahrinu, að fá meira en aðrir. Einfölduð útskýring er að í gegnum tíðina hafa loforð við þessa stétt verið svikin sem hefur skilað því að stéttin situr eftir í launum samanborið við stéttir með svipað eða sama menntunarstig, þegar tölur Hagstofunnar eru skoðaðar. Þau svik er eðli málsins samkvæmt ekki hægt að leiðrétta nema með því að hækka stéttina umfram aðra í % og það ættu allir að skilja. Til þess að passa að þetta fari allt fram á sanngjarnan hátt gagnvart öðrum á launamarkaði er farið í þetta virðismat og til þess að fá kennara til að hafa einhverja trú á ferlinu (að þetta sé ekki aðeins innantóm orð sem á síðan að svíkja) þá er nauðsynlegt að þeir fái innágreiðslu inn á þessa leiðréttingu launa. Þannig að hér er um launaleiðréttingu að ræða en ekki launaskrið svo því sé haldið til haga! Þó það er mikilvægt fyrir samfélagið að farið sé í þessa launaleiðréttingu kennara svo hægt sé að efla menntakerfið. Þá er það ekki síður jafn mikilvægt að samfélagið hlusti á rök ríkis og sveitarfélaga sem gefin eru fyrir þeirri aðgerð svo hægt sé að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem er vonandi að komast á í samfélaginu eftir nokkurra ára óstöðugleika. Að því sögðu þá furða ég mig á því að blaðamenn, ásamt einstaklingum úr efsta lagi launþega í landinu (ef marka má tekjublaðið), keppist við að blása upp þessar svokölluðu „himinháu % tölur“ sem felast í þessum samningi til að æsa upp sem flesta og valda sem mestum óróa á vinnumarkaði í staðinn fyrir að tala fyrir vel framsettum rökum fyrir því af hverju þessir samningar fela í sér meiri uppsafnaða % hækkun en er að finna í öðrum samningum. Hlutur blaðamanna í því hvernig samfélagið mun túlka þennan samning er stór og æsifyrirsagnir í því samhengi eru varhugaverðar. Finnst mér að blaðamenn ættu aðeins að velta meira fyrir sér innihaldinu í þeim viðtölum sem þeir taka en að taka einhverja eina setningu sem kemur fram í viðtalinu og í mörgum tilfellum taka hana gjörsamlega úr samhengi, einvörðungu til að valda tortryggni og æsa upp markaðinn. Er þetta innihaldslaus kjarasókn? Blaðamenn eru alls ekki þeir einu sem eru að reyna að æsa upp allt samfélagið á móti þessum samningi og setja þar með stöðugleikann í uppnám. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með sínar 4,16 milljónir á mánuði og ekki meiri menntun en kennarar, segir hann vera innihaldslausa kjarasókn af hálfu kennara, sem eru ein óábyrgustu orð sem hafa verið látin falla í öllu þessu ferli að mínu mati. Hún virðist gera allt til að reyna að valda óróa á vinnumarkaði þegar rökin fyrir samningnum eru algjörlega augljós beint fyrir framan hana ef hún kysi að sjá þau. Ég átta mig engan veginn á því hvað manneskjunni gengur til með þessum áróðri. Ég reikna með að félagar hennar í Samtökum iðnaðarins séu ekki par hrifnir af þessu uppátæki hennar, eigandi stóran hluta í SA. SI hefur nefnilega í mörg ár staðið fyrir miklu hvatningar- og uppbyggingarstarfi til að efla menntakerfið í landinu og hafa einstaklingar innan þeirra raða talað fyrir því að fá vel menntað fólk inn í skólana til að stuðla að þeirri þróun í menntun sem þörf er á. Þeir hafa eytt í þetta umtalsverðum fjármunum því þeir skilja mikilvægi þess að fá fé inn í menntakerfið og gera það samkeppnishæft um starfskrafta á markaði. Orð framkvæmdastjóra SA eru hreinlega að vinna á móti þeirri stefnu. Hvaða þörf hefur hún til að halda kennurum niðri? Venjulega ætti viðskiptamenntað fólk eins og hún að skilja hugtökin framboð og eftirspurn sem er einmitt staðan í kennarastéttinni. Það vantar um 4000 kennara í dag inn í stéttina! Það þarf ekki annað en að kynna sér tölulegar staðreyndir og ég tala nú ekki um forsöguna sem liggja að baki þessum samningi til að átta sig á að hann er löngu tímabært skref í átt að leiðréttingum launa kennara og það ættu allir sem eru læsir og skrifandi að skilja. Ég velti því fyrir mér hvort samneyti SA og Viðskiptaráðs, verandi með skrifstofur í sama húsi og svo til á sömu hæðinni, orsaki mögulega innlegg SA í þetta allt saman. Því það fór varla framhjá neinum sú skipulega herferð Viðskiptaráðs sem var í gangi hér í aðdraganda samninga, sem er annar gjörningur sem ég skil engan veginn ástæðuna fyrir. Einhvers staðar frá hljóta a.m.k. áhrifin að koma, því ekki koma þau frá Samtökum iðnaðarins. Því miður virðist þessum aðilum takast ágætlega til. Ef marka má fjölda verkalýðsforingja sem eru hugsi yfir samningnum þessa dagana að þá lítur út fyrir að það sé að takast að einhverju marki að ýta undir óróann. Það að þeir séu að velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að nýta sér eitthvað í þessum samningum til að fá eitthvað fyrir sitt fólk er kannski í lagi eitt og sér því það er þeirra hlutverk að passa upp á sitt fólk. En það sem skiptir mestu máli er niðurstaðan sem fólk kemst að þegar það er búið að hugsa málið. Krónutöluhækkanir síðustu ár hafa bætt töluvert stöðu þeirra sem lægstir eru í launum og er það gott en það hefur hins vegar gert það að verkum að menntastéttir hafa setið ögn eftir og sáralítill munur er á ómenntuðum og menntuðum einstaklingum í þessum störfum sem er ekki nógu gott. Við viljum fá menntað fólk inn í stéttirnar og er það m.a.s. í lögum að það eigi að vera þannig. Menntun kostar hins vegar tíma og peninga því á meðan fólk er að mennta sig þá þénar það ekki jafn mikið og einstaklingur sem fer beint út á vinnumarkaðinn. Hann byrjar líka seinna að safna í lífeyrissjóð og safnar jafnvel skuldum í formi námslána á þeim tíma líka. Það gefur því augaleið að á þessum tveimur hópum þarf að vera launamunur til að þeir standi jafnfætis í rauninni. Annars er engin ástæða til að mennta sig og á því tapa allir. Hættið að reyna finna eitthvað í þessum samningi sem er ekki þar! Það er óábyrgt að velja það að mistúlka þennan samning sem eitthvað sem hann ekki er. Þessi samningur KÍ er ekki ógn við stöðugleika í efnahagsmálum ef fólk skoðar hann á rökréttan hátt. Verkalýðsforingjar ættu að taka formann VM (Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna) sér til fyrirmyndar og tala samninginn upp í fjölmiðlum frekar en hið gagnstæða og framkvæmdastjóri SA ætti að skammast sín og fara að tala fyrir stöðugleika en ekki setja allt kapp í það að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að heil stétt fái réttmæta launaleiðréttingu sem var löngu búið að lofa. Stígum upp úr skotgröfunum og fögnum því að loksins er kominn samningur sem gæti verið fyrsta skrefið í vegferðinni að byggja upp menntakerfið til framtíðar, æsku landsins til heilla. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ragnheiður Stephensen Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samning KÍ við ríkið og sveitarfélögin. Tímamótasamningur að mörgu leyti því þar gengu öll félög KÍ fram sameinuð í baráttu sinni fyrir efndum á gefnu loforði frá árinu 2016 um jöfnun launa milli markaða. Samningur sem vonandi verður til þess að það náist betri sátt í kringum þessa mikilvægu stétt þannig hægt verði að manna skólana til framtíðar. Því eins og allir vita, sem hafa gefið sér tíma til að kynna sér málið, þá er mikil vöntun á kennurum. Það kemur, eðli málsins samkvæmt, óhjákvæmilega niður á gæðum starfsins og eykur álag. Það er því gríðarlega mikilvægt að sátt náist um þessi störf svo hægt sé að tryggja mönnun til framtíðar í þágu æsku landsins. Vonandi farsælt fyrsta skref í vegferðinni. Þetta er búin að vera hörð barátta en með þessum samningi er vonandi búið að stíga fyrsta skrefið til að efna það loforð sem gefið var árið 2016 um jöfnun launa á milli markaða. Verði hann samþykktur fer í hönd svokallað virðismat á störfum kennara sem á endanum á að klára þessa jöfnun launa sem búið er að ræða svo mikið um. Ennþá ríkir samt mikil óvissa því það er ekki fyrr en niðurstaða virðismats liggur fyrir sem endanlega kemur fram hver þessi „launaleiðrétting“ til kennara er. Ekki eru allir jafn sáttir innan KÍ með þennan samning. Ástæðan er hið „skemmtilega hugtak“ prósenta sem er að stríða fólki og veldur því að einhverjir upplifa að í honum felist mismunun á milli félaga innan KÍ. Það er nefnilega þannig að þó fyrirsagnirnar í fjölmiðlum segi að þessi samningur feli í sér 24,5% uppsafnaða hækkun á samningstímanum handa félagsmönnum í KÍ, á meðan aðrir á markaði eru að fá tæp 15%, þá eru ekki allir innan KÍ að fá sömu uppsöfnuðu % út úr þessum samningi svo því sé haldið til haga. Framhaldsskólakennarar eru t.d. að fá 19,3 % uppsafnaða prósentuhækkun í þessum samningi en geta aukið hana um rúmlega 2% með því að samþykkja hliðarsamning sem er á borðinu og felst í tilfærslu daga innan vinnuramma (einfölduð útskýring). Eins veit ég að það þurfti sérákvæði inn í samninginn fyrir deildarstjóra á leikskólum því sú fáránlega staða er komin upp í launamálum þeirra að kennaramenntaður einstaklingur á leikskóla sem sinnir deildarstjórn er í einhverjum tilfellum á lægri launum en ófaglærður einstaklingur sem sinnir sama starfi á Eflingarsamningi. Það eitt og sér undirstrikar kannski enn frekar fáránleikann í þeirri stöðu sem samningar kennara eru í. Þessi munur í samningunum á uppsafnaðri % hækkun innan félaga KÍ kemur til vegna þess að þessar % í KÍ samningum, umfram það sem önnur verkalýðsfélög sömdu um, er innágreiðsla inn í þá virðismatsvegferð sem verið er að fara í. Innágreiðslan byggir á þeirri staðreynd að viðsemjendur KÍ eru búnir að gangast við þeim tölulegu staðreyndum frá Hagstofu Íslands að gagnvart kennurum eigi eftir að klára skilyrðið um jöfnun launa á milli markaða. Allir félagsmenn innan KÍ standi nefnilega ekki jafnfætis hvað þessa jöfnun launa varðar. Tölur sýna að ríkið er lengra komið í jöfnun launa gagnvart framhaldsskólakennurum en sveitarfélögin gagnvart sínum kennurum og það útskýrir misháa innspýtingu til félagsmanna KÍ. Í tilfelli grunn-, leik- og tónlistarskólakennara er innspýtingin 8% en hjá framhaldsskólakennurum 3,5%. Ég er ekki með tölulegar upplýsingar um félög stjórnenda enda skiptir það mig engu máli því ég treysti minni samninganefnd fyrir að hér sé verið að vinna þetta á sanngjarnan hátt. Setjist menn yfir dæmið þá er hækkun félagsmanna FF samt í flestum tilfellum hærri í krónum talið en hjá FG þó einhver skekkja sé vegna mismunandi stofnanasamninga innan FF (sem er þá frekar eitthvað sem þarf að leiðrétta í þessari yfirferð samninga í virðismatinu). Allar þessar % tölur í samningnum verða að byggja á meðaltölum innan hvers félags fyrir sig og því upplifa einhverjir framhaldsskólakennarar skertan hlut í þessum samningi vegna mismunandi stofnanasamninga. Ríki og sveitarfélög hafa stigið fram til að útskýra fyrir launþegum þessa lands af hverju kennarastéttin er, í þessari samningahrinu, að fá meira en aðrir. Einfölduð útskýring er að í gegnum tíðina hafa loforð við þessa stétt verið svikin sem hefur skilað því að stéttin situr eftir í launum samanborið við stéttir með svipað eða sama menntunarstig, þegar tölur Hagstofunnar eru skoðaðar. Þau svik er eðli málsins samkvæmt ekki hægt að leiðrétta nema með því að hækka stéttina umfram aðra í % og það ættu allir að skilja. Til þess að passa að þetta fari allt fram á sanngjarnan hátt gagnvart öðrum á launamarkaði er farið í þetta virðismat og til þess að fá kennara til að hafa einhverja trú á ferlinu (að þetta sé ekki aðeins innantóm orð sem á síðan að svíkja) þá er nauðsynlegt að þeir fái innágreiðslu inn á þessa leiðréttingu launa. Þannig að hér er um launaleiðréttingu að ræða en ekki launaskrið svo því sé haldið til haga! Þó það er mikilvægt fyrir samfélagið að farið sé í þessa launaleiðréttingu kennara svo hægt sé að efla menntakerfið. Þá er það ekki síður jafn mikilvægt að samfélagið hlusti á rök ríkis og sveitarfélaga sem gefin eru fyrir þeirri aðgerð svo hægt sé að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem er vonandi að komast á í samfélaginu eftir nokkurra ára óstöðugleika. Að því sögðu þá furða ég mig á því að blaðamenn, ásamt einstaklingum úr efsta lagi launþega í landinu (ef marka má tekjublaðið), keppist við að blása upp þessar svokölluðu „himinháu % tölur“ sem felast í þessum samningi til að æsa upp sem flesta og valda sem mestum óróa á vinnumarkaði í staðinn fyrir að tala fyrir vel framsettum rökum fyrir því af hverju þessir samningar fela í sér meiri uppsafnaða % hækkun en er að finna í öðrum samningum. Hlutur blaðamanna í því hvernig samfélagið mun túlka þennan samning er stór og æsifyrirsagnir í því samhengi eru varhugaverðar. Finnst mér að blaðamenn ættu aðeins að velta meira fyrir sér innihaldinu í þeim viðtölum sem þeir taka en að taka einhverja eina setningu sem kemur fram í viðtalinu og í mörgum tilfellum taka hana gjörsamlega úr samhengi, einvörðungu til að valda tortryggni og æsa upp markaðinn. Er þetta innihaldslaus kjarasókn? Blaðamenn eru alls ekki þeir einu sem eru að reyna að æsa upp allt samfélagið á móti þessum samningi og setja þar með stöðugleikann í uppnám. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með sínar 4,16 milljónir á mánuði og ekki meiri menntun en kennarar, segir hann vera innihaldslausa kjarasókn af hálfu kennara, sem eru ein óábyrgustu orð sem hafa verið látin falla í öllu þessu ferli að mínu mati. Hún virðist gera allt til að reyna að valda óróa á vinnumarkaði þegar rökin fyrir samningnum eru algjörlega augljós beint fyrir framan hana ef hún kysi að sjá þau. Ég átta mig engan veginn á því hvað manneskjunni gengur til með þessum áróðri. Ég reikna með að félagar hennar í Samtökum iðnaðarins séu ekki par hrifnir af þessu uppátæki hennar, eigandi stóran hluta í SA. SI hefur nefnilega í mörg ár staðið fyrir miklu hvatningar- og uppbyggingarstarfi til að efla menntakerfið í landinu og hafa einstaklingar innan þeirra raða talað fyrir því að fá vel menntað fólk inn í skólana til að stuðla að þeirri þróun í menntun sem þörf er á. Þeir hafa eytt í þetta umtalsverðum fjármunum því þeir skilja mikilvægi þess að fá fé inn í menntakerfið og gera það samkeppnishæft um starfskrafta á markaði. Orð framkvæmdastjóra SA eru hreinlega að vinna á móti þeirri stefnu. Hvaða þörf hefur hún til að halda kennurum niðri? Venjulega ætti viðskiptamenntað fólk eins og hún að skilja hugtökin framboð og eftirspurn sem er einmitt staðan í kennarastéttinni. Það vantar um 4000 kennara í dag inn í stéttina! Það þarf ekki annað en að kynna sér tölulegar staðreyndir og ég tala nú ekki um forsöguna sem liggja að baki þessum samningi til að átta sig á að hann er löngu tímabært skref í átt að leiðréttingum launa kennara og það ættu allir sem eru læsir og skrifandi að skilja. Ég velti því fyrir mér hvort samneyti SA og Viðskiptaráðs, verandi með skrifstofur í sama húsi og svo til á sömu hæðinni, orsaki mögulega innlegg SA í þetta allt saman. Því það fór varla framhjá neinum sú skipulega herferð Viðskiptaráðs sem var í gangi hér í aðdraganda samninga, sem er annar gjörningur sem ég skil engan veginn ástæðuna fyrir. Einhvers staðar frá hljóta a.m.k. áhrifin að koma, því ekki koma þau frá Samtökum iðnaðarins. Því miður virðist þessum aðilum takast ágætlega til. Ef marka má fjölda verkalýðsforingja sem eru hugsi yfir samningnum þessa dagana að þá lítur út fyrir að það sé að takast að einhverju marki að ýta undir óróann. Það að þeir séu að velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að nýta sér eitthvað í þessum samningum til að fá eitthvað fyrir sitt fólk er kannski í lagi eitt og sér því það er þeirra hlutverk að passa upp á sitt fólk. En það sem skiptir mestu máli er niðurstaðan sem fólk kemst að þegar það er búið að hugsa málið. Krónutöluhækkanir síðustu ár hafa bætt töluvert stöðu þeirra sem lægstir eru í launum og er það gott en það hefur hins vegar gert það að verkum að menntastéttir hafa setið ögn eftir og sáralítill munur er á ómenntuðum og menntuðum einstaklingum í þessum störfum sem er ekki nógu gott. Við viljum fá menntað fólk inn í stéttirnar og er það m.a.s. í lögum að það eigi að vera þannig. Menntun kostar hins vegar tíma og peninga því á meðan fólk er að mennta sig þá þénar það ekki jafn mikið og einstaklingur sem fer beint út á vinnumarkaðinn. Hann byrjar líka seinna að safna í lífeyrissjóð og safnar jafnvel skuldum í formi námslána á þeim tíma líka. Það gefur því augaleið að á þessum tveimur hópum þarf að vera launamunur til að þeir standi jafnfætis í rauninni. Annars er engin ástæða til að mennta sig og á því tapa allir. Hættið að reyna finna eitthvað í þessum samningi sem er ekki þar! Það er óábyrgt að velja það að mistúlka þennan samning sem eitthvað sem hann ekki er. Þessi samningur KÍ er ekki ógn við stöðugleika í efnahagsmálum ef fólk skoðar hann á rökréttan hátt. Verkalýðsforingjar ættu að taka formann VM (Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna) sér til fyrirmyndar og tala samninginn upp í fjölmiðlum frekar en hið gagnstæða og framkvæmdastjóri SA ætti að skammast sín og fara að tala fyrir stöðugleika en ekki setja allt kapp í það að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að heil stétt fái réttmæta launaleiðréttingu sem var löngu búið að lofa. Stígum upp úr skotgröfunum og fögnum því að loksins er kominn samningur sem gæti verið fyrsta skrefið í vegferðinni að byggja upp menntakerfið til framtíðar, æsku landsins til heilla. Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar