Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun