Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 12:47 Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Heilbrigðismál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun